Hvar eru peningarnir Eygló? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2015 07:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt en hafa ekki enn þá verið lagðar fram á Alþingi. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, flokkssystur félags- og húsnæðismálaráðherra, studdu ekki í borgarstjórn að Reykjavíkurborg legðist í slíka uppbyggingu. Bentu þær á í bókun sinni að tillagan byggði ekki á núgildandi lögum um fjármögnum á félagslegu leiguhúsnæði. Fyrirhuguð uppbygging félagslegra íbúða er nauðsynleg fyrir samfélagið og húsnæðismarkaðinn, þvælingur Framsóknarflokksins er óskiljanlegur og þolinmæði okkar er á þrotum. Ekki þýðir að bíða eftir mögulegri lagasetningu endalaust, tími aðgerða er núna, ástandið á húsnæðismarkaði þolir enga bið. Borgin hlýtur að eiga heimtingu á því að fá fjármögnun á félagslegum húsnæðislánum samkvæmt núgildandi lögum eins og borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina bentu á í bókun sinni þegar tillagan var afgreidd í borgarstjórn síðastliðið haust. Samt koma Félagsbústaðir að lokuðum dyrum hjá Íbúðalánasjóði þar sem útlán hafa verið sett í frost meðan beðið er eftir tillögum félags- og húsnæðismálaráðherra um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs leiguhúsæðis. Aðspurður hefur umræddur ráðherra miklar áhyggjur af ástandinu á húsnæðismarkaði og segir það „hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði“. Nú spyr ég þig Eygló, hvar eru peningarnir? Reykjavíkurborg er tilbúin með sitt framlag og sína fjármögnun og nú stendur á ríkinu að uppfylla sitt hlutverk og standa við fjármögnunina. Hvort sem það er skv. núgildandi lögum eða fjarlægri framtíðarsýn skiptir ekki máli. Málið þolir enga bið, ástandið á leigumarkaðnum er með öllu óásættanegt og ríkið þarf að standa við sínar lagalegu skyldur um fjármögnun á félagslegu leiguhúsnæði núna strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt en hafa ekki enn þá verið lagðar fram á Alþingi. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, flokkssystur félags- og húsnæðismálaráðherra, studdu ekki í borgarstjórn að Reykjavíkurborg legðist í slíka uppbyggingu. Bentu þær á í bókun sinni að tillagan byggði ekki á núgildandi lögum um fjármögnum á félagslegu leiguhúsnæði. Fyrirhuguð uppbygging félagslegra íbúða er nauðsynleg fyrir samfélagið og húsnæðismarkaðinn, þvælingur Framsóknarflokksins er óskiljanlegur og þolinmæði okkar er á þrotum. Ekki þýðir að bíða eftir mögulegri lagasetningu endalaust, tími aðgerða er núna, ástandið á húsnæðismarkaði þolir enga bið. Borgin hlýtur að eiga heimtingu á því að fá fjármögnun á félagslegum húsnæðislánum samkvæmt núgildandi lögum eins og borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina bentu á í bókun sinni þegar tillagan var afgreidd í borgarstjórn síðastliðið haust. Samt koma Félagsbústaðir að lokuðum dyrum hjá Íbúðalánasjóði þar sem útlán hafa verið sett í frost meðan beðið er eftir tillögum félags- og húsnæðismálaráðherra um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs leiguhúsæðis. Aðspurður hefur umræddur ráðherra miklar áhyggjur af ástandinu á húsnæðismarkaði og segir það „hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði“. Nú spyr ég þig Eygló, hvar eru peningarnir? Reykjavíkurborg er tilbúin með sitt framlag og sína fjármögnun og nú stendur á ríkinu að uppfylla sitt hlutverk og standa við fjármögnunina. Hvort sem það er skv. núgildandi lögum eða fjarlægri framtíðarsýn skiptir ekki máli. Málið þolir enga bið, ástandið á leigumarkaðnum er með öllu óásættanegt og ríkið þarf að standa við sínar lagalegu skyldur um fjármögnun á félagslegu leiguhúsnæði núna strax.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun