Verstöðin Ísland Þröstur Ólafsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til að verja gjaldmiðilinn. Heftir gjaldmiðlar draga ekki bara úr samkeppni heldur auka þeir á einhæfni atvinnulífsins. Þeir ýta þeim greinum sem ekki þrífast við höft út af borðinu, meðan verndaðar auðlindagreinar geta afborið höftin um tíma. Fréttir af flutningi fyrirtækja úr landi eru tíðar. Sá pólitíski og efnahagslegi ávinningur sem náðist með EES-samningnum er að renna okkur úr greipum. Bæði hefur viðskiptaumhverfið breyst og svo virðist sem samningurinn sé að daga uppi í stjórnkerfinu. Lokaðir auðlindaatvinnuvegir munu þola gjaldeyrishöft til skamms tíma, s.s. sjávaraútvegur, landbúnaður og stóriðja (að hluta). Þó mun samkeppnishæfni sjávarútvegsins fljótlega líða fyrir innilokunina. Ástandið í landbúnaði er þannig að það verður trauðla greint með verkfærum hagfræðinnar. Framleiðsluiðnaður, skapandi greinar og sprotafyrirtæki munu reyna að flytja starfsemi sína sem mest til útlanda, þar sem þær fá nauðsynlegt súrefni til að þroskast og taka þátt í samkeppni, sem er orkugjafi sérhvers fyrirtækis, sem ekki byggir afkomu sína á vernduðum auðlindum. Fortíð í forgang Við þau tímamót þegar fyrsta rifan var opnuð í lokað hagkerfi landsins, á áttunda áratug sl. aldar, var allmikið rætt og skrifað um hagsældarhorfur landsins. Hagur þjóðarinnar og þróun hagkerfisins hafði dregist aftur úr nágrannaþjóðum. Við bjuggum við víðtæk og langvarandi gjaldeyrishöft, háa tolla og innflutningstakmarkanir. Til að viðhalda þokkalegri afkomu voru fiskistofnar ofveiddir og gengið var á landgæði. Við stunduðum rányrkju. Þá ákvað meirihluti Alþingis að við skyldum ganga í EFTA. Það var bjarghringur sem dugði um stund. Ég minnist samtala við Magnús heitinn Kjartansson, sem tók við iðnaðarráðuneytinu skömmu eftir inngönguna í EFTA. Þótt hann væri flokkslega innikróaður af þjóðlegum einangrunarsinnum gerði hann sér grein fyrir því að velferð þjóðarinnar var komin undir margþættu atvinnulífi. Hann sagði, að ef ekki tækist að festa fjölbreytt atvinnulíf í sessi, skapa ný störf sem menntað ungt fólk vildi starfa við, myndi landið smám saman þróast í Verstöð – land þar sem lífs- og atvinnuhættir væru sniðnir að þörfum sjávarútvegs og landbúnaðar. Brottfluttir Íslendingar kæmu „heim“ í sumarfrí. Þetta yrði að koma í veg fyrir. Nú er þessi sviðsmynd að raungerast. Bæði fólk og fyrirtæki flytja úr landi og þeir sem ráða ferðinni í stjórnmálum forgangsraða skammtíma hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar á undan framtíðinni. Traust Nýverið barst frétt um að heimsþekktur tölvurisi ætlaði að fjárfesta fyrir liðlega tvö hundruð milljarða í gagnaveri í Danmörku. Iðnaðarráðherra var fljótur að fullvissa okkur um að allt væri gert til að styrkja samkeppnishæfni landsins. Hann gleymdi að segja frá fælingarmætti íslensku krónunnar og þeirri vantrú sem erlendir fjárfestar hafa á henni sem framtíðar gjaldmiðli þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar er traustið ásamt langtíma hagnaðarvon þyngsti ákvörðunarþáttur fjárfesta. Sé traustið ekki til staðar er fjárfest annars staðar. Við þetta er Ísland að glíma. Við urðum áþreifanlega vör við hyldýpi vantraustsins í framhaldi af hruninu. Sú skoðun heyrist að við ættum að feta í fótspor Svisslendinga og búa við eigin gjaldmiðil og tvíhliða samninga við erlend ríki og bandalög. Sterkur efnahagur þeirra byggist á mjög samkeppnishæfu atvinnulífi og sterkum, frjálsum alþjóðlegum gjaldmiðli. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur. Vissulega er enginn leikur sjálfgefinn í þessari stöðu. Nýr gjaldmiðill liggur ekki á lausu, og skiptar skoðanir eru um hver sá ætti að vera. Það breytir því ekki að þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að leysa. Því dýpra sem þjóðin spólar sig niður í hjólför krónunnar, þeim mun erfiðara mun henni reynast að komast á greiðfæran veg aftur. Við höfum setið árum saman í þeim hjólförum. Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gjaldeyrishöft Þröstur Ólafsson Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Sjá meira
Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til að verja gjaldmiðilinn. Heftir gjaldmiðlar draga ekki bara úr samkeppni heldur auka þeir á einhæfni atvinnulífsins. Þeir ýta þeim greinum sem ekki þrífast við höft út af borðinu, meðan verndaðar auðlindagreinar geta afborið höftin um tíma. Fréttir af flutningi fyrirtækja úr landi eru tíðar. Sá pólitíski og efnahagslegi ávinningur sem náðist með EES-samningnum er að renna okkur úr greipum. Bæði hefur viðskiptaumhverfið breyst og svo virðist sem samningurinn sé að daga uppi í stjórnkerfinu. Lokaðir auðlindaatvinnuvegir munu þola gjaldeyrishöft til skamms tíma, s.s. sjávaraútvegur, landbúnaður og stóriðja (að hluta). Þó mun samkeppnishæfni sjávarútvegsins fljótlega líða fyrir innilokunina. Ástandið í landbúnaði er þannig að það verður trauðla greint með verkfærum hagfræðinnar. Framleiðsluiðnaður, skapandi greinar og sprotafyrirtæki munu reyna að flytja starfsemi sína sem mest til útlanda, þar sem þær fá nauðsynlegt súrefni til að þroskast og taka þátt í samkeppni, sem er orkugjafi sérhvers fyrirtækis, sem ekki byggir afkomu sína á vernduðum auðlindum. Fortíð í forgang Við þau tímamót þegar fyrsta rifan var opnuð í lokað hagkerfi landsins, á áttunda áratug sl. aldar, var allmikið rætt og skrifað um hagsældarhorfur landsins. Hagur þjóðarinnar og þróun hagkerfisins hafði dregist aftur úr nágrannaþjóðum. Við bjuggum við víðtæk og langvarandi gjaldeyrishöft, háa tolla og innflutningstakmarkanir. Til að viðhalda þokkalegri afkomu voru fiskistofnar ofveiddir og gengið var á landgæði. Við stunduðum rányrkju. Þá ákvað meirihluti Alþingis að við skyldum ganga í EFTA. Það var bjarghringur sem dugði um stund. Ég minnist samtala við Magnús heitinn Kjartansson, sem tók við iðnaðarráðuneytinu skömmu eftir inngönguna í EFTA. Þótt hann væri flokkslega innikróaður af þjóðlegum einangrunarsinnum gerði hann sér grein fyrir því að velferð þjóðarinnar var komin undir margþættu atvinnulífi. Hann sagði, að ef ekki tækist að festa fjölbreytt atvinnulíf í sessi, skapa ný störf sem menntað ungt fólk vildi starfa við, myndi landið smám saman þróast í Verstöð – land þar sem lífs- og atvinnuhættir væru sniðnir að þörfum sjávarútvegs og landbúnaðar. Brottfluttir Íslendingar kæmu „heim“ í sumarfrí. Þetta yrði að koma í veg fyrir. Nú er þessi sviðsmynd að raungerast. Bæði fólk og fyrirtæki flytja úr landi og þeir sem ráða ferðinni í stjórnmálum forgangsraða skammtíma hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar á undan framtíðinni. Traust Nýverið barst frétt um að heimsþekktur tölvurisi ætlaði að fjárfesta fyrir liðlega tvö hundruð milljarða í gagnaveri í Danmörku. Iðnaðarráðherra var fljótur að fullvissa okkur um að allt væri gert til að styrkja samkeppnishæfni landsins. Hann gleymdi að segja frá fælingarmætti íslensku krónunnar og þeirri vantrú sem erlendir fjárfestar hafa á henni sem framtíðar gjaldmiðli þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar er traustið ásamt langtíma hagnaðarvon þyngsti ákvörðunarþáttur fjárfesta. Sé traustið ekki til staðar er fjárfest annars staðar. Við þetta er Ísland að glíma. Við urðum áþreifanlega vör við hyldýpi vantraustsins í framhaldi af hruninu. Sú skoðun heyrist að við ættum að feta í fótspor Svisslendinga og búa við eigin gjaldmiðil og tvíhliða samninga við erlend ríki og bandalög. Sterkur efnahagur þeirra byggist á mjög samkeppnishæfu atvinnulífi og sterkum, frjálsum alþjóðlegum gjaldmiðli. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur. Vissulega er enginn leikur sjálfgefinn í þessari stöðu. Nýr gjaldmiðill liggur ekki á lausu, og skiptar skoðanir eru um hver sá ætti að vera. Það breytir því ekki að þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að leysa. Því dýpra sem þjóðin spólar sig niður í hjólför krónunnar, þeim mun erfiðara mun henni reynast að komast á greiðfæran veg aftur. Við höfum setið árum saman í þeim hjólförum. Er ekki komið nóg?
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar