Leynigögn frá HSBC komin til Íslands 14. mars 2015 09:30 Á þessari mynd má sjá viðskiptavini bankans í London. vísir/epa Skattrannsóknarstjóri hefur nú undir höndum gögn tengd Íslandi úr stórbankanum HSBC. Gögnin komu frá frönskum skattayfirvöldum, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Fjölmiðlar víða um heim greindu í febrúar frá rannsókn á skjölum sem sýndi að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini við að fela fé og komast hjá því að greiða skatta. Skjölin um skattaundanskot voru frá útibúi bankans í Sviss sem fyrrverandi starfsmaður hans, Hervé Falciani, lak árið 2007. Samkvæmt frásögn erlendra fjölmiðla nú í febrúar voru í gögnunum 18 bankareikningar í eigu sex aðila sem tengjast Íslandi. Greint var frá því að heildarfjárhæðin á þessum reikningum næmi 9,5 milljónum dollara og að hæsta fjárhæðin tengd einum þessara aðila næmi 8 milljónum dollara. Bryndís vill ekki tjá sig um hvort svo sé. „Ég vil ekkert segja um þetta. Það er verið að fara yfir gögnin,“ segir hún.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill ekki tjá sig efnislega um gögnin. Hún segir embættið nú fara yfir þau.Skattrannsóknarstjóri hefur einnig nýlega fengið hluta viðbótargagna frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í hittifyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. Samningaviðræður um kaup á gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum standa enn yfir, að því er Bryndís greinir frá. Eftir að hafa farið yfir sýnishorn af þessum gögnum í sumar sendi skattrannsóknarstjóri fjármálaráðuneytinu greinargerð í september. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. desember síðastliðinn segir meðal annars í kjölfar erindis skattrannsóknarstjóra: „Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“ Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 "Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00 Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur nú undir höndum gögn tengd Íslandi úr stórbankanum HSBC. Gögnin komu frá frönskum skattayfirvöldum, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Fjölmiðlar víða um heim greindu í febrúar frá rannsókn á skjölum sem sýndi að HSBC-bankinn hefði aðstoðað viðskiptavini við að fela fé og komast hjá því að greiða skatta. Skjölin um skattaundanskot voru frá útibúi bankans í Sviss sem fyrrverandi starfsmaður hans, Hervé Falciani, lak árið 2007. Samkvæmt frásögn erlendra fjölmiðla nú í febrúar voru í gögnunum 18 bankareikningar í eigu sex aðila sem tengjast Íslandi. Greint var frá því að heildarfjárhæðin á þessum reikningum næmi 9,5 milljónum dollara og að hæsta fjárhæðin tengd einum þessara aðila næmi 8 milljónum dollara. Bryndís vill ekki tjá sig um hvort svo sé. „Ég vil ekkert segja um þetta. Það er verið að fara yfir gögnin,“ segir hún.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vill ekki tjá sig efnislega um gögnin. Hún segir embættið nú fara yfir þau.Skattrannsóknarstjóri hefur einnig nýlega fengið hluta viðbótargagna frá Bretlandi sem beðið hefur verið eftir vegna rannsókna á skattaundanskotum. Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra í fyrra lista með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í hittifyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. Samningaviðræður um kaup á gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum standa enn yfir, að því er Bryndís greinir frá. Eftir að hafa farið yfir sýnishorn af þessum gögnum í sumar sendi skattrannsóknarstjóri fjármálaráðuneytinu greinargerð í september. Það var mat skattrannsóknarstjóra að sýnishornin gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. desember síðastliðinn segir meðal annars í kjölfar erindis skattrannsóknarstjóra: „Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um samráð áður en til skuldbindinga er gengið.“
Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 "Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00 Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47 75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00
"Er verið að reyna að hlífa mönnum?“ Niðurfelling refsinga í skattamálum vekur siðferðilegar spurningar 7. mars 2015 20:00
Skattaskjólsgögnin: Tímalína Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir. 11. febrúar 2015 16:47
75% Íslendinga vilja kaupa skattagögnin Sjálfstæðismenn vilja síður en aðrir kaupa gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum. 19. febrúar 2015 14:13
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16
Vill að skattrannsóknarstjóri ákveði sjálfur hvort kaupa eigi skattagögn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið skattrannsóknarstjóra heimild til þess að meta það sjálfur hvort það sé gagnlegt í þeirra störfum að kaupa lista yfir Íslendinga sem vísbendingar eru um að hafi stundað skattaundanskot. 4. nóvember 2014 11:34