Fjöldi fólks við útförina guðsteinn bjarnason skrifar 4. mars 2015 07:00 Þúsundir manna fylgdu Nemtsov til grafar í Moskvu. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira