Guð og Jón Gnarr Sigurður Árni Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Í Fréttablaðinu, laugardaginn 14. febrúar, var grein Jóns Gnarr um leit hans að Guði. Þar lýsir Jón trú í fjölskyldu sinni og hvernig hann sjálfur leitaði Guðs m.a. í sporavinnu og í klaustri. Ástæða guðsleitar Jóns voru aðstæður hans, þarfir og þrár. Þeim var hvorki svarað né svalað. Af því dregur Jón ályktanir um trú, Guð, trúarbrögð og hagnýtingu trúar. Í greininni segir Jón dapurlega sögu sína um misheppnaða leit sem leiddi hann til guðleysis. Ég virði trúarafstöðu hans. Að virða skoðanir og trú fólks er siðferðileg og lögvarin skylda okkar sem borgara og nauðsyn í fjölmenningarsamfélagi. Að auki elur kristnin á umburðarlyndi vegna jákvæðrar mannsýnar Jesú Krists sem bar virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Ég geri því engan ágreining um trú eða trúleysi en er hins vegar undrandi og hryggur yfir hve þröngt og þunnt Jón túlkar menningarsögu og átrúnað og dregur síðan of víðtækar ályktanir. Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð. Jón Gnarr skrifar: „Trú getur verið ágæt til persónulegra nota. Soldið eins og typpi.“ Að fara úr nærbuxunum og hrista sprellann gengur í nektarnýlendum en dugar Jóni ekki til að skilgreina fólk. Við eigum að virða fólk en typpa það ekki. Jón hefur rétt til trúleysis eins og aðrir hafa rétt til trúar. En hann hefur hvorki siðferðilegan né vitsmunalegan rétt til að rangtúlka og smætta trú milljarða fólks. Þó Jón hafi rekist á dæmi um þröngsýna, afturhaldssama trú má hann ekki misnota skynsemi sína og alhæfa um trú. Ég get, eins og Jón Gnarr, sagt eigin sögu um hvernig ég leitaði Guðs og að Guð fann mig (en ekki öfugt). Ég verð vitni að í starfi mínu að fólk rís upp frá dánarbeði barna sinna eða sjúkrabeði vegna þess að máttur Guðs eflir það. Ég upplifi daglega að guðleg nánd veitir fólki von í sorg, vit í hryllingi og tilgang í óreiðu lífsins. Og það er skynsemd og heilbrigði í lífi þessa fólks. Trú er ekki einsleit heldur fjölbreytileg. Leitin að Guði tekur mið af aðstæðum og menningin sem við hrærumst í stýrir viðhorfum og markar stundum afturhaldssöm sjónarmið. Trúmenn hafa ýmsar skoðanir því menning er margvísleg. Afstaða til samkynhneigðra er t.d. oftast fremur menningarmál en mál trúar.Úthýsir ekki skynsemi Trú á Guð úthýsir ekki skynsemi heldur hvetur til skynsamlegrar leitar. Í mínu tilviki var það trú sem vakti áhuga minn á þekkingarfræði upplýsingartímans og síðustu alda sem breytti hugsun um trú í okkar heimshluta. Ég las t.d. megnið af ritum Immanúels Kant og hafði mikið og varanlegt gagn af, vitsmunalegt og trúarlegt. Hann útlistaði vel að skynsemi allra manna er gagnleg en takmörkuð. Ég tel sem trúmaður að það sé trúarleg skylda að beita skynseminni í málum veraldar og þar með líka trúar. En trúmaður leggur líka áherslu á mál hjartans. Kaldur heili og heitt hjarta er eðlilegasta ástand trúmanns. Trú þarfnast skynseminnar því með hjálp hennar er heimskulegum kreddum útrýmt, vondum kenningum um Guð, ógagnlegum hugmyndum um vísindi og heiminn og hægt skapa farsælar og betri hugmyndir um trú, þjóðfélag, kirkju og líka um Guð. Að hafna einfeldningslegum hugmyndum um Guð er ekki andóf gegn trú heldur skynsamleg og trúarleg nauðsyn. En að halda að Guð sé ekki til vegna þess að maður finnur ekki Guð er ámóta óskynsamleg og niðurstaða geimfarans sem sá ekki Guð í geimferð og dró þá ályktun að Guð væri ekki til. Ég tel að Jón Gnarr túlki átrúnað, samfélag og sögu of þröngt. Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist jafnvel að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan. Hann hefur á liðnum árum í orðum og gerðum lagt áherslu á mannréttindi og staðið með þeim sem hallað hefur verið á. En nú virðist mér mannréttindafrömuðurinn ráðast ómaklega að trúmönnum veraldar. Ástæðan er m.a. að hann túlkar trú í andstöðu við skynsemi og samfélagshagsmuni og fær því ranga niðurstöðu. Einföldun á sér yngri systur sem heitir alhæfing. Einfaldanir í trúarefnum valda oft dauða. Grunnfærni í trúarefnum spillir en þekking treystir tengsl og samfélagsfrið. Ég met Jón Gnarr mikils og efast ekki um velvilja hans, að hann vilji leyfa fólki að njóta sín og réttinda sinna. Því typpar hann almennt ekki fólk. En trúareinföldun Jóns veldur að hann typpar trúmenn og brýtur á þeim. Jón Gnarr fann ekki Guð en Guð hefur fundið milljarða fólks og gefið þeim kraft og mannelsku. Jón Gnarr efaðist um Guð en ég trúi að Guð hafi ekki efast um Jón Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu, laugardaginn 14. febrúar, var grein Jóns Gnarr um leit hans að Guði. Þar lýsir Jón trú í fjölskyldu sinni og hvernig hann sjálfur leitaði Guðs m.a. í sporavinnu og í klaustri. Ástæða guðsleitar Jóns voru aðstæður hans, þarfir og þrár. Þeim var hvorki svarað né svalað. Af því dregur Jón ályktanir um trú, Guð, trúarbrögð og hagnýtingu trúar. Í greininni segir Jón dapurlega sögu sína um misheppnaða leit sem leiddi hann til guðleysis. Ég virði trúarafstöðu hans. Að virða skoðanir og trú fólks er siðferðileg og lögvarin skylda okkar sem borgara og nauðsyn í fjölmenningarsamfélagi. Að auki elur kristnin á umburðarlyndi vegna jákvæðrar mannsýnar Jesú Krists sem bar virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Ég geri því engan ágreining um trú eða trúleysi en er hins vegar undrandi og hryggur yfir hve þröngt og þunnt Jón túlkar menningarsögu og átrúnað og dregur síðan of víðtækar ályktanir. Vegna þunnildislegrar túlkunar á átrúnaði og samfélagsferlum hrapar Jón að léttvægum dómum um trúmenn og Guð. Jón Gnarr skrifar: „Trú getur verið ágæt til persónulegra nota. Soldið eins og typpi.“ Að fara úr nærbuxunum og hrista sprellann gengur í nektarnýlendum en dugar Jóni ekki til að skilgreina fólk. Við eigum að virða fólk en typpa það ekki. Jón hefur rétt til trúleysis eins og aðrir hafa rétt til trúar. En hann hefur hvorki siðferðilegan né vitsmunalegan rétt til að rangtúlka og smætta trú milljarða fólks. Þó Jón hafi rekist á dæmi um þröngsýna, afturhaldssama trú má hann ekki misnota skynsemi sína og alhæfa um trú. Ég get, eins og Jón Gnarr, sagt eigin sögu um hvernig ég leitaði Guðs og að Guð fann mig (en ekki öfugt). Ég verð vitni að í starfi mínu að fólk rís upp frá dánarbeði barna sinna eða sjúkrabeði vegna þess að máttur Guðs eflir það. Ég upplifi daglega að guðleg nánd veitir fólki von í sorg, vit í hryllingi og tilgang í óreiðu lífsins. Og það er skynsemd og heilbrigði í lífi þessa fólks. Trú er ekki einsleit heldur fjölbreytileg. Leitin að Guði tekur mið af aðstæðum og menningin sem við hrærumst í stýrir viðhorfum og markar stundum afturhaldssöm sjónarmið. Trúmenn hafa ýmsar skoðanir því menning er margvísleg. Afstaða til samkynhneigðra er t.d. oftast fremur menningarmál en mál trúar.Úthýsir ekki skynsemi Trú á Guð úthýsir ekki skynsemi heldur hvetur til skynsamlegrar leitar. Í mínu tilviki var það trú sem vakti áhuga minn á þekkingarfræði upplýsingartímans og síðustu alda sem breytti hugsun um trú í okkar heimshluta. Ég las t.d. megnið af ritum Immanúels Kant og hafði mikið og varanlegt gagn af, vitsmunalegt og trúarlegt. Hann útlistaði vel að skynsemi allra manna er gagnleg en takmörkuð. Ég tel sem trúmaður að það sé trúarleg skylda að beita skynseminni í málum veraldar og þar með líka trúar. En trúmaður leggur líka áherslu á mál hjartans. Kaldur heili og heitt hjarta er eðlilegasta ástand trúmanns. Trú þarfnast skynseminnar því með hjálp hennar er heimskulegum kreddum útrýmt, vondum kenningum um Guð, ógagnlegum hugmyndum um vísindi og heiminn og hægt skapa farsælar og betri hugmyndir um trú, þjóðfélag, kirkju og líka um Guð. Að hafna einfeldningslegum hugmyndum um Guð er ekki andóf gegn trú heldur skynsamleg og trúarleg nauðsyn. En að halda að Guð sé ekki til vegna þess að maður finnur ekki Guð er ámóta óskynsamleg og niðurstaða geimfarans sem sá ekki Guð í geimferð og dró þá ályktun að Guð væri ekki til. Ég tel að Jón Gnarr túlki átrúnað, samfélag og sögu of þröngt. Jón gerir trúmenn að almennum einfeldningum, hæðist jafnvel að þeim og vanvirðir þá og gerir átrúnað samfélagslega tortryggilegan. Hann hefur á liðnum árum í orðum og gerðum lagt áherslu á mannréttindi og staðið með þeim sem hallað hefur verið á. En nú virðist mér mannréttindafrömuðurinn ráðast ómaklega að trúmönnum veraldar. Ástæðan er m.a. að hann túlkar trú í andstöðu við skynsemi og samfélagshagsmuni og fær því ranga niðurstöðu. Einföldun á sér yngri systur sem heitir alhæfing. Einfaldanir í trúarefnum valda oft dauða. Grunnfærni í trúarefnum spillir en þekking treystir tengsl og samfélagsfrið. Ég met Jón Gnarr mikils og efast ekki um velvilja hans, að hann vilji leyfa fólki að njóta sín og réttinda sinna. Því typpar hann almennt ekki fólk. En trúareinföldun Jóns veldur að hann typpar trúmenn og brýtur á þeim. Jón Gnarr fann ekki Guð en Guð hefur fundið milljarða fólks og gefið þeim kraft og mannelsku. Jón Gnarr efaðist um Guð en ég trúi að Guð hafi ekki efast um Jón Gnarr.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun