Árið 2014 er heitasta árið frá upphafi mælinga 1880 Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. janúar 2015 00:01 Miklir hitar voru í Las Vegas í Bandaríkjunum þann 1. júlí í sumar, þar sem þessi kona hafði þann starfa að standa úti á götuhorni með auglýsingaskilti. Fréttablaðið/AP Árið 2014 var hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust fyrir 135 árum. Meðalhitastigið, bæði á landi og sjó, var 0,69 gráðum yfir meðalhita tuttugustu aldarinnar. Níu af tíu heitustu árum þessa tímabils voru á þessari öld, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu bandarísku loftslagsmælingamiðstöðvarinnar NCDC, sem tilheyrir sjávar- og loftslagseftirliti Bandaríkjanna (NOAA). Nýjar mælingar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA koma heim og saman við þetta, en áður höfðu bæði japanska veðurstofan og óháð stofnun við Kaliforníuháskóla í Berkeley einnig staðfest að 2014 væri hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust. Við þetta bætist að desembermánuður síðasta árs sé sá hlýjasti frá því mælingar hófust.„Hnötturinn er hlýrri nú en hann hefur verið síðustu öldina og líklega í að minnsta kosti fimm þúsund ár,“ hefur AP-fréttastofan eftir loftslagsfræðingnum Jennifer Francis frá Rutgers-háskóla. „Minnstu efasemdir um að athafnir manna eigi þar hlut að máli eru að engu orðnar.“Meðalhiti jarðar á síðasta ári mældist 14,59 gráður, sem er eilítið hærra en árin 2010 og 2005 þegar meðalhitinn var 14,19 gráður. Þetta er sem sagt í þriðja sinn frá aldamótum sem hitamet er slegið, auk þess sem árið 2014 var 38. árið í röð sem árshitinn verður hærri en meðaltalshitinn til lengri tíma litið. Samkvæmt skýrslu NOAA má skýra hlýindin að mestu með því að hlýindi sjávar hafa verið óvenju mikil. Hlýindin hafa hins vegar einnig verið óvenju mikil á landi, því árið 2014 hafa hlýindi á landi verið einni gráðu meiri en meðaltal 20. aldarinnar.Óvenju mikil hlýindi mældust austast í Rússlandi, í vesturhluta Bandaríkjanna, víða í Suður-Ameríku og Evrópu, í Norður-Afríku og hluta Ástralíu. Á einstaka stað reyndust kuldar meiri en venjulega, einkum í miðjum og austanverðum Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Árið 2014 var hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust fyrir 135 árum. Meðalhitastigið, bæði á landi og sjó, var 0,69 gráðum yfir meðalhita tuttugustu aldarinnar. Níu af tíu heitustu árum þessa tímabils voru á þessari öld, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu bandarísku loftslagsmælingamiðstöðvarinnar NCDC, sem tilheyrir sjávar- og loftslagseftirliti Bandaríkjanna (NOAA). Nýjar mælingar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA koma heim og saman við þetta, en áður höfðu bæði japanska veðurstofan og óháð stofnun við Kaliforníuháskóla í Berkeley einnig staðfest að 2014 væri hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust. Við þetta bætist að desembermánuður síðasta árs sé sá hlýjasti frá því mælingar hófust.„Hnötturinn er hlýrri nú en hann hefur verið síðustu öldina og líklega í að minnsta kosti fimm þúsund ár,“ hefur AP-fréttastofan eftir loftslagsfræðingnum Jennifer Francis frá Rutgers-háskóla. „Minnstu efasemdir um að athafnir manna eigi þar hlut að máli eru að engu orðnar.“Meðalhiti jarðar á síðasta ári mældist 14,59 gráður, sem er eilítið hærra en árin 2010 og 2005 þegar meðalhitinn var 14,19 gráður. Þetta er sem sagt í þriðja sinn frá aldamótum sem hitamet er slegið, auk þess sem árið 2014 var 38. árið í röð sem árshitinn verður hærri en meðaltalshitinn til lengri tíma litið. Samkvæmt skýrslu NOAA má skýra hlýindin að mestu með því að hlýindi sjávar hafa verið óvenju mikil. Hlýindin hafa hins vegar einnig verið óvenju mikil á landi, því árið 2014 hafa hlýindi á landi verið einni gráðu meiri en meðaltal 20. aldarinnar.Óvenju mikil hlýindi mældust austast í Rússlandi, í vesturhluta Bandaríkjanna, víða í Suður-Ameríku og Evrópu, í Norður-Afríku og hluta Ástralíu. Á einstaka stað reyndust kuldar meiri en venjulega, einkum í miðjum og austanverðum Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira