Jólagjafir bankanna: Bluetooth-hátalarar, peningar og úlpur sem sumir reyndu að selja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 14:16 Fjárfesting bankanna í nýsköpun nemur milljörðum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu enga jólabónusa í ár en þó fínustu jólagjafir. Þá gat starfsfólk Símans valið á milli góðra kosta og starfsfólk Samherja í landvinnslu fékk 250 þúsund krónur í jólabónus. Vísir greindi frá því í desember að stóru bankarnir þrír myndu ekki greiða út neinn jólabónus þetta árið. Starfsfólk Íslandsbanka fékk þó 45 þúsund krónur í jólagjöf og Bose-bluetooth hátalara. Starfsfólk Arion-banka fékk Ingþórs-úlpu í jólagjöf. Einhverjir starfsmenn bankans virðast þó hafa átt góða úlpu fyrir þar sem eitthvað bar á því að úlpurnar voru auglýstar til endursölu á Bland. Í Landsbankanum voru starfsmenn gladdir með bluetooth-hátölurunum og veglegri gjafakörfu þar sem mátti finna skinku, lax, súkkulaði og fleira góðgæti. Ingþórs-úlpan sem starfsmenn Arion-banka fengu að gjöf. Dýrari jólagjöf hjá Samherja en HB Granda Starfsfólk Símans gat valið úr gjöfum og kom meðal annars til greina miði á tónlistarhátíðina Sonar og 35 þúsund króna inneign í 66°Norður. Starfsmenn Samherja fengu 200 þúsund krónur í jólauppbót og matarkörfu upp á tæpar 100 þúsund krónur. Starfsmenn hjá HB Granda fengu 35 þúsund krónur auk þess sem starfsmenn fóru meðal annars saman á jólatónleika Siggu Beinteins.Sjá einnig:HB Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur Starfsmenn Landspítalans, stærstu starfstöðvar landsins, fengu gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Þá fengu liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands matarkörfu í jólagjöf. Morgunblaðið gaf sínu starfsfólki fimmtán þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Vefpressunnar sem rekur meðal annars DV fengu 40 þúsund króna gjafabréf hjá Kosti. Þá fékk starfsfólk RÚV gjafakörfu úr Ostabúðinni. Starfsfólk 365 fékk tíu þúsund króna gjafabréf í jólagjöf.UppfærtÍ fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að starfsmenn Arion-banka hefðu fengið Eyþórs-úlpu. Hún er helmingi ódýrari en Ingþórs-úlpan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Stóru viðskiptabankarnir þrír ætla ekki að greiða starfsfólki sínu jólabónus í ár. Ekkert ákveðið um málið í Íslandsbanka og Arion banka. Desemberuppbót greidd samkvæmt kjarasamningum. Síðast greiddi Arion banki jólabónus 2013. 5. desember 2015 07:00