Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. desember 2015 14:34 Búið er að ræða um fjárlög næsta árs í um 90 klukkustundir. Vísir/Ernir Þrjátíu og tveir þingmenn hafa talað lengur en í klukkustund um fjárlögin samkvæmt gögnum Alþingis. Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. Stjórnarandstaðan hefur talað mun meira en stjórnarliðar hafa gert, eða rúmar 64 stundir á móti 23. Í heildina er búið að tala í tæpar 13 þúsund mínútur á þingi, eða um það bil 216 klukkustundir. Fjárlagaumræðan hefur því tekið um 40 prósent af öllum umræðum í þingsalnum. Þeir sem talað hafa mest undir þessum lið eru:Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, aðalmaður, 296 mínúturOddný G. Harðardóttir, Samfylkingin, 250 mínúturLilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, 217 mínúturKatrín Júlíusdóttir, Samfylkingin, 199 mínúturÖssur Skarphéðinsson, Samfylkingin, 198 mínútur Á hinum enda listans er hins vegar nær einungis að finna stjórnarliða.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur, 0 mínúturEygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur, 1 mínútuSigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkur, 3 mínúturVilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkur, 4 mínúturLíneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur, 4 mínútur Sá tími sem Þórunn Egilsdóttir hefur tjáð sig úr stóli forseta Alþingis er ekki talinn með enda er hún þá ekki að sinna hefðbundnum þingstörfum. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkonur Framsóknar, hafa ekki tekið til máls í umræðunni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem talað hefur í 161 mínútu, segir á Facebook-síðu sinni að barátta minnihlutans sé ekki búin, þó að 2. umræða um fjárlögin kunni að vera brátt á enda. „Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lýkur í dag, en eingöngu til að hefja þá næstu við lokaumræðuna um fjárlög,“ skrifar hann. „Við erum hvergi nærri hætt.“Uppfært klukkan 15.49Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lý...Posted by Árni Páll on Wednesday, December 16, 2015 Alþingi Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Þrjátíu og tveir þingmenn hafa talað lengur en í klukkustund um fjárlögin samkvæmt gögnum Alþingis. Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. Stjórnarandstaðan hefur talað mun meira en stjórnarliðar hafa gert, eða rúmar 64 stundir á móti 23. Í heildina er búið að tala í tæpar 13 þúsund mínútur á þingi, eða um það bil 216 klukkustundir. Fjárlagaumræðan hefur því tekið um 40 prósent af öllum umræðum í þingsalnum. Þeir sem talað hafa mest undir þessum lið eru:Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, aðalmaður, 296 mínúturOddný G. Harðardóttir, Samfylkingin, 250 mínúturLilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, 217 mínúturKatrín Júlíusdóttir, Samfylkingin, 199 mínúturÖssur Skarphéðinsson, Samfylkingin, 198 mínútur Á hinum enda listans er hins vegar nær einungis að finna stjórnarliða.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur, 0 mínúturEygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur, 1 mínútuSigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkur, 3 mínúturVilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkur, 4 mínúturLíneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokkur, 4 mínútur Sá tími sem Þórunn Egilsdóttir hefur tjáð sig úr stóli forseta Alþingis er ekki talinn með enda er hún þá ekki að sinna hefðbundnum þingstörfum. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkonur Framsóknar, hafa ekki tekið til máls í umræðunni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sem talað hefur í 161 mínútu, segir á Facebook-síðu sinni að barátta minnihlutans sé ekki búin, þó að 2. umræða um fjárlögin kunni að vera brátt á enda. „Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lýkur í dag, en eingöngu til að hefja þá næstu við lokaumræðuna um fjárlög,“ skrifar hann. „Við erum hvergi nærri hætt.“Uppfært klukkan 15.49Langri og strangri orrustu við ríkisstjórnarflokkana um kjör aldraðra og öryrkja og meiri fjármuni til Landspítalans lý...Posted by Árni Páll on Wednesday, December 16, 2015
Alþingi Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira