Líf vill horfa fram á veginn þrátt fyrir útspil Sóleyjar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 14:03 Líf Magneudóttir (t.v.) og Sóley Tómasdóttir. Vísir/Ernir Líf Magneudóttir, fráfarandi formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera Sóleyjar Tómasdóttur að útskýra ákvörðun hennar að ýta sér til hliðar og fara sjálf í formannsstól ráðsins. Afar skiptar skoðanir eru á útspili Sóleyjar innan vinstri grænna og sýnist sitt hverjum. Líf hefur ekki viljað tjá sig um deilur þeirra Sóleyjar og atburði gærkvöldsins þar sem Sóley var kosin formaður. Sex sátu hjá í kosningu borgarfulltrúanna sem er fáheyrt þegar um breytingar innan einstakra flokka er að ræða. „Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs í minn stað. Ég hef ekki viljað tjá mig um þessa ákvörðun Sóleyjar enda hlýtur það að vera hennar að útskýra hana,“ segir Líf í færslu á Facebook. Fyrir henni horfi málið svona við: „Það sem er gert er gert. Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni og höfum áhrif til góðs fyrir íbúa og umhverfi. Innanflokksátök um persónur hjálpa okkur ekki við það.“ Kæru vinir.Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs...Posted by Líf Magneudóttir on Wednesday, December 2, 2015 Viðbrögð Lífar nú eru svipuð og þegar Sóley marði 153-152 sigur á Líf í baráttunni um oddvitasætið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Þá andaði Sóley léttar eftir dramatískar kosningar en Líf sagði mikilvægast að sameinast um málefni flokksins og horfa fram á veginn. Frétt Stöðvar 2 eftir oddvitaslaginn má sjá hér að neðan. Lagt hefur verið til að vinnusálfræðingur verði fenginn til þess að leita sátta í deilum Lífar og Sóleyjar. Ekki hefur þó komið til fundar með sálfræðingnum enn sem komið er. Sóley er stödd á loftslagsráðstefnunni í París. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna. „Ef það má draga lærdóm af þessu þá er hann sá að það þurfi að bæta ákvarðanatökuferlið í borgarstjórnarhópnum og efla tengsl hópsins og grasrótarinnar í flokknum. Það er verkefni okkar allra og ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu og treysti því að aðrir í borgarstjórnarhópnum geri slíkt hið sama.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, virðist ekki ætla að blanda sér í deilur flokksystra sinna, ekki í fjölmiðlum hið minnsta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag hafa verið upplýst um ákvörðun Sóleyjar að taka yfir formannsstöðuna í mannréttindaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Alþingi Tengdar fréttir Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45 Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Líf Magneudóttir, fráfarandi formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera Sóleyjar Tómasdóttur að útskýra ákvörðun hennar að ýta sér til hliðar og fara sjálf í formannsstól ráðsins. Afar skiptar skoðanir eru á útspili Sóleyjar innan vinstri grænna og sýnist sitt hverjum. Líf hefur ekki viljað tjá sig um deilur þeirra Sóleyjar og atburði gærkvöldsins þar sem Sóley var kosin formaður. Sex sátu hjá í kosningu borgarfulltrúanna sem er fáheyrt þegar um breytingar innan einstakra flokka er að ræða. „Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs í minn stað. Ég hef ekki viljað tjá mig um þessa ákvörðun Sóleyjar enda hlýtur það að vera hennar að útskýra hana,“ segir Líf í færslu á Facebook. Fyrir henni horfi málið svona við: „Það sem er gert er gert. Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni og höfum áhrif til góðs fyrir íbúa og umhverfi. Innanflokksátök um persónur hjálpa okkur ekki við það.“ Kæru vinir.Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs...Posted by Líf Magneudóttir on Wednesday, December 2, 2015 Viðbrögð Lífar nú eru svipuð og þegar Sóley marði 153-152 sigur á Líf í baráttunni um oddvitasætið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Þá andaði Sóley léttar eftir dramatískar kosningar en Líf sagði mikilvægast að sameinast um málefni flokksins og horfa fram á veginn. Frétt Stöðvar 2 eftir oddvitaslaginn má sjá hér að neðan. Lagt hefur verið til að vinnusálfræðingur verði fenginn til þess að leita sátta í deilum Lífar og Sóleyjar. Ekki hefur þó komið til fundar með sálfræðingnum enn sem komið er. Sóley er stödd á loftslagsráðstefnunni í París. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna. „Ef það má draga lærdóm af þessu þá er hann sá að það þurfi að bæta ákvarðanatökuferlið í borgarstjórnarhópnum og efla tengsl hópsins og grasrótarinnar í flokknum. Það er verkefni okkar allra og ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu og treysti því að aðrir í borgarstjórnarhópnum geri slíkt hið sama.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, virðist ekki ætla að blanda sér í deilur flokksystra sinna, ekki í fjölmiðlum hið minnsta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag hafa verið upplýst um ákvörðun Sóleyjar að taka yfir formannsstöðuna í mannréttindaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45 Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45
Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent