Rússar skipuleggja aðgerðir gegn Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2015 14:30 Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, kynnti aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma. Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma.
Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43
Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40
Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45
Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53
Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00
Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57
Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45
Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50