Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 14:24 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vísir/Valli Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“ Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00