Vilja bjóða þrjú þúsund gönguleiðir innan þriggja ára Sæunn Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:15 Einar segir eitt stærsta markmiðið vera að ná til erlendra ferðamanna á landinu. Vísir/Stefán/GVA Wappið, göngu app með leiðarlýsingum um allt Ísland hefur slegið í gegn á Karolina Fund. Söfnunarmarkmiðið sem nam 15 þúsund evrum, eða 2,1 milljón króna, náðist á fimmtudaginn og nú hafa safnast 2,3 milljónir króna 38 tímum fyrir lok söfnunar. Appið var gefið út þann 5. Nóvember og hafa nú þegar tæplega tvö þúsund manns náð sér í appið. Stofnandi þess segir Karolina Fund einungis byrjunina. Markmiðið sé að erlendir ferðamenn nýti sér einnig appið og nokkur þúsund leiðir verði í boði. Einar Skúlason er maðurinn á bak við appið. Auk hans koma að því Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri, Berglind Steinsdóttir, prófarkalesari og Helga Edwald, þýðandi. Einar hóf að þróa appið fyrir ári síðan. „Ég var búinn að vera í útgáfu, ég hef skrifað tvær bækur um gönguleiðir og mér fannst kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt, í annað form. Það var ekkert app með góðum kortagrunni á markaðnum hérna, þannig að ég fór bara út í það að leita leiða til að koma þessu á koppinn,“ segir Einar. Einar leggur mikið upp úr fróðleik og sögu og í hverri leiðarlýsingu er heilmikill fróðleikur um náttúrulífið og þjóðsögur.3000 leiðir á þremur árumAppið virkar bæði með og án gagnasambands og er hugsað þannig að notendur geti hlaðið niður gönguleiðum áður en það fer á slóðir sem eru án net sambands. Nú þegar eru komnar níu leiðir inn í appið. „Þær eru allar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einhverjar leiðir í bið, það þarf að skoða hverja einustu leið áður en hún er samþykkt. Svo koma 25 leiðir í viðbót sem eru á Karolina Fund. Ég ætla að reyna að gera þetta eins hratt og hægt er, markmiðið er þrjú þúsund leiðir innan þriggja ára á öllu Íslandi,“ segir Einar. Fyrstu 25 leiðirnar eru allar ókeypis en svo munu notendur koma til með að greiða milli fimm hundruð og þúsund króna fyrir nýjar gönguleiðir.Stóra málið erlendir ferðamenn „Hérna innanlands var ég að vonast til að ná upp í svona þrjú þúsund notendur fyrir áramót. En svo er stóra málið í þessu erlendu ferðamennirnir, að komast inn á þann markað. Allar leiðalýsingarnar eru þess vegna á íslensku og ensku. En heimavöllurinn er einnig mjög mikilvægur. Þess vegna var mjög gott að komast í samstarf við Ferðafélag Íslands og Ungmennafélag Íslands. Við ætlum að vera í samstarfi við leiðarlýsingar að skrá þær niður,“ segir Einar.Einar Skúlason er mikill göngugarpur og stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur sem tæplega átta þúsund manns eru skráðir í á Facebook.Vísir/StefánFæddist upp úr gönguhóp„Þetta er allt tilkomið úr útivist. Ég stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur fyrir fjórum árum. Hann er á Facebook og þar eru skráðir rúmlega sjö þúsund meðlimir, en auðvitað eru ekki allir virkir. Það er vel sótt í ferðirnar sem eru ýmist léttar ferðir hér innan bæjar og svo stöku ferð þar sem þarf að nota ísaxir og brodda. Wappið hefði aldrei orðið til ef gönguhópurinn væri ekki og eru margir í hópnum búnir að styðja appið og deila því á samfélagsmiðlum,“ segir Einar.Samningur við neyðarlínunaWappið er komið í samstarf við neyðarlínuna. „Þetta lýsir sér þannig að ef maður samþykkir tenginguna sem notandi, þá fer sjálfvirk boðsending til neyðarlínunnar með staðsetningu þinni þegar þú leggur af stað í gönguleið og þegar þú klárar hana. Það er aldrei farið að kíkja á þessi gögn nema þér sé saknað. En þá er hægt að sjá hvaðan síðustu tilkynningarnar komu,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið ótrúlega gott að ná samningi við neyðarlínuna. Aðal markmiðið með appinu er að höfða til Íslendinga sem eru útivistarfók en fer kannski oft sömu gönguleiðirnar og þannig hjálpa þeim að finna miklu fleiri staði og veita þeim fróðleik og sögu umhverfisins að sögn Einars. „Markmiðið er að dreifa fólki betur og búa til meira ævintýri úr ferðinni,“ segir Einar. Hann hefur skrifað undir samninga við ferðafélögin, Reykjanes Geopark og Akureyrarbæ um samstarf og fleiri samningar eru í bígerð. „Karolina Fund er bara algjör byrjun,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Wappið, göngu app með leiðarlýsingum um allt Ísland hefur slegið í gegn á Karolina Fund. Söfnunarmarkmiðið sem nam 15 þúsund evrum, eða 2,1 milljón króna, náðist á fimmtudaginn og nú hafa safnast 2,3 milljónir króna 38 tímum fyrir lok söfnunar. Appið var gefið út þann 5. Nóvember og hafa nú þegar tæplega tvö þúsund manns náð sér í appið. Stofnandi þess segir Karolina Fund einungis byrjunina. Markmiðið sé að erlendir ferðamenn nýti sér einnig appið og nokkur þúsund leiðir verði í boði. Einar Skúlason er maðurinn á bak við appið. Auk hans koma að því Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri, Berglind Steinsdóttir, prófarkalesari og Helga Edwald, þýðandi. Einar hóf að þróa appið fyrir ári síðan. „Ég var búinn að vera í útgáfu, ég hef skrifað tvær bækur um gönguleiðir og mér fannst kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt, í annað form. Það var ekkert app með góðum kortagrunni á markaðnum hérna, þannig að ég fór bara út í það að leita leiða til að koma þessu á koppinn,“ segir Einar. Einar leggur mikið upp úr fróðleik og sögu og í hverri leiðarlýsingu er heilmikill fróðleikur um náttúrulífið og þjóðsögur.3000 leiðir á þremur árumAppið virkar bæði með og án gagnasambands og er hugsað þannig að notendur geti hlaðið niður gönguleiðum áður en það fer á slóðir sem eru án net sambands. Nú þegar eru komnar níu leiðir inn í appið. „Þær eru allar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einhverjar leiðir í bið, það þarf að skoða hverja einustu leið áður en hún er samþykkt. Svo koma 25 leiðir í viðbót sem eru á Karolina Fund. Ég ætla að reyna að gera þetta eins hratt og hægt er, markmiðið er þrjú þúsund leiðir innan þriggja ára á öllu Íslandi,“ segir Einar. Fyrstu 25 leiðirnar eru allar ókeypis en svo munu notendur koma til með að greiða milli fimm hundruð og þúsund króna fyrir nýjar gönguleiðir.Stóra málið erlendir ferðamenn „Hérna innanlands var ég að vonast til að ná upp í svona þrjú þúsund notendur fyrir áramót. En svo er stóra málið í þessu erlendu ferðamennirnir, að komast inn á þann markað. Allar leiðalýsingarnar eru þess vegna á íslensku og ensku. En heimavöllurinn er einnig mjög mikilvægur. Þess vegna var mjög gott að komast í samstarf við Ferðafélag Íslands og Ungmennafélag Íslands. Við ætlum að vera í samstarfi við leiðarlýsingar að skrá þær niður,“ segir Einar.Einar Skúlason er mikill göngugarpur og stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur sem tæplega átta þúsund manns eru skráðir í á Facebook.Vísir/StefánFæddist upp úr gönguhóp„Þetta er allt tilkomið úr útivist. Ég stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur fyrir fjórum árum. Hann er á Facebook og þar eru skráðir rúmlega sjö þúsund meðlimir, en auðvitað eru ekki allir virkir. Það er vel sótt í ferðirnar sem eru ýmist léttar ferðir hér innan bæjar og svo stöku ferð þar sem þarf að nota ísaxir og brodda. Wappið hefði aldrei orðið til ef gönguhópurinn væri ekki og eru margir í hópnum búnir að styðja appið og deila því á samfélagsmiðlum,“ segir Einar.Samningur við neyðarlínunaWappið er komið í samstarf við neyðarlínuna. „Þetta lýsir sér þannig að ef maður samþykkir tenginguna sem notandi, þá fer sjálfvirk boðsending til neyðarlínunnar með staðsetningu þinni þegar þú leggur af stað í gönguleið og þegar þú klárar hana. Það er aldrei farið að kíkja á þessi gögn nema þér sé saknað. En þá er hægt að sjá hvaðan síðustu tilkynningarnar komu,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið ótrúlega gott að ná samningi við neyðarlínuna. Aðal markmiðið með appinu er að höfða til Íslendinga sem eru útivistarfók en fer kannski oft sömu gönguleiðirnar og þannig hjálpa þeim að finna miklu fleiri staði og veita þeim fróðleik og sögu umhverfisins að sögn Einars. „Markmiðið er að dreifa fólki betur og búa til meira ævintýri úr ferðinni,“ segir Einar. Hann hefur skrifað undir samninga við ferðafélögin, Reykjanes Geopark og Akureyrarbæ um samstarf og fleiri samningar eru í bígerð. „Karolina Fund er bara algjör byrjun,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira