Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 15:06 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu er Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Enn tíu mál til rannsóknar hjá sérstökumLárus er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir lánaheimildir sínar og stefnt fjármunum Glitnis í hættu. Forstjórinn fyrrverandi neitar sök í málinu. Í ræðu sinni fór Lárus yfir það að þótt hann hafi aðeins verið forstjóri Glitnis í 17 mánuði en starfið hafi þó fylgt honum í átta ár vegna þeirra þriggja sakamála sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum. Einu máli er lokið, Vafningsmálinu svokallaða, þar sem Lárus var sýknaður af ákæru í Hæstarétti. Fram kom í máli Lárusar að enn séu tíu mál til rannsóknar hjá embættinu þar sem hann hefur stöðu sakbornings. „Það eru vissulega til verri hlutskipti í lífinu en að vera ranglega ákærður en því fylgir engu að síður mikið álag, bæði fyrir mig sem og fjölskyldu mína. Þá hefur verið nær ómögulegt fyrir mig að starfa á þeim vettvangi sem menntun mín og starfsreynsla nær til en endanleg úrlausn þessara mála næst varla innan áratugarins,“ sagði Lárus meðal annars. Sagði sérstakan saksóknara hafa notið stuðnings fjölmiðlaÞá gerði hann umfjöllun fjölmiðla um hrunmálin að umtalsefni sem og umræðuna í samfélaginu. „Allt frá hausti 2008 hefur umræðan í samfélaginu verið óvægin. [...] Enginn áhugi hefur verið á okkar hlið í fjölmiðlum. [...] Sérstakur saksóknari hefur hins vegar notið stuðnings fjölmiðla. Ég hef til dæmis tvisvar heyrt af ákæru á hendur mér fyrst í gegnum fjölmiðla,“ sagði Lárus. Hann beindi svo orðum sínum að dómnum: „Sjálfur hef ég kosið að ræða þessi mál aldrei við fjölmiðla því ég lít svo á að vettvangurinn sé hér. Hér á rétt á ykkar hlutlausu áheyrni. Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif. Ég treysti á hlutleysi dómsins við úrlausn þessa máls.“ Kvaðst aldrei hafa haft neinn persónulegan ávinningLárus sagði að sá möguleiki væri fyrir hendi að dómstóllinn gæfi sér að hann hefði haft rangan ásetning í störfum sínum fyrir Glitni en það væri fjarri sanni. „Allt sem ég gerði gerði ég í þágu bankans. Ég fór eftir ferlum bankans og lánareglum og gerði það sem best fyrir afkomu bankans. Ég hafði aldrei neinn persónulegan ávinning af neinni ákvörðun sem ég tók fyrir bankann og ég átti ekki hlutabréf í bankanum.“ Stím málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu er Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Enn tíu mál til rannsóknar hjá sérstökumLárus er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir lánaheimildir sínar og stefnt fjármunum Glitnis í hættu. Forstjórinn fyrrverandi neitar sök í málinu. Í ræðu sinni fór Lárus yfir það að þótt hann hafi aðeins verið forstjóri Glitnis í 17 mánuði en starfið hafi þó fylgt honum í átta ár vegna þeirra þriggja sakamála sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum. Einu máli er lokið, Vafningsmálinu svokallaða, þar sem Lárus var sýknaður af ákæru í Hæstarétti. Fram kom í máli Lárusar að enn séu tíu mál til rannsóknar hjá embættinu þar sem hann hefur stöðu sakbornings. „Það eru vissulega til verri hlutskipti í lífinu en að vera ranglega ákærður en því fylgir engu að síður mikið álag, bæði fyrir mig sem og fjölskyldu mína. Þá hefur verið nær ómögulegt fyrir mig að starfa á þeim vettvangi sem menntun mín og starfsreynsla nær til en endanleg úrlausn þessara mála næst varla innan áratugarins,“ sagði Lárus meðal annars. Sagði sérstakan saksóknara hafa notið stuðnings fjölmiðlaÞá gerði hann umfjöllun fjölmiðla um hrunmálin að umtalsefni sem og umræðuna í samfélaginu. „Allt frá hausti 2008 hefur umræðan í samfélaginu verið óvægin. [...] Enginn áhugi hefur verið á okkar hlið í fjölmiðlum. [...] Sérstakur saksóknari hefur hins vegar notið stuðnings fjölmiðla. Ég hef til dæmis tvisvar heyrt af ákæru á hendur mér fyrst í gegnum fjölmiðla,“ sagði Lárus. Hann beindi svo orðum sínum að dómnum: „Sjálfur hef ég kosið að ræða þessi mál aldrei við fjölmiðla því ég lít svo á að vettvangurinn sé hér. Hér á rétt á ykkar hlutlausu áheyrni. Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif. Ég treysti á hlutleysi dómsins við úrlausn þessa máls.“ Kvaðst aldrei hafa haft neinn persónulegan ávinningLárus sagði að sá möguleiki væri fyrir hendi að dómstóllinn gæfi sér að hann hefði haft rangan ásetning í störfum sínum fyrir Glitni en það væri fjarri sanni. „Allt sem ég gerði gerði ég í þágu bankans. Ég fór eftir ferlum bankans og lánareglum og gerði það sem best fyrir afkomu bankans. Ég hafði aldrei neinn persónulegan ávinning af neinni ákvörðun sem ég tók fyrir bankann og ég átti ekki hlutabréf í bankanum.“
Stím málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54
Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30
Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25