Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2015 14:11 "Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna.“ Vísir/HARI Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. Í tilkynningu frá félaginu segir að vitað sé að farmskrár frá flutningafélögum lesist oft ekki sjálfkrafa inn í rafrænt kerfi Tollstjóra. Þar sem enginn sinni slíkum uppákomum í verkfallinu fáist vörurnar því ekki tollafgreiddar. Þá er bent á í tilkynningunni að Tollstjóri gefið út að verkfallið myndi ekki hafa áhrif á tollagreiðslu skipa og flugvéla. „Innflytjendur heilbrigðisvara á borð við sprautunálar og sprautur, sem notaðar eru á sjúkrahúsum, hafa sótt um undanþágur til undanþágunefndar SFR, en þær hafa enn ekki fengist afgreiddar. Er Landspítalinn þó til dæmis í brýnni þörf fyrir að vörurnar fáist afhentar,“ segir í tilkynningunni.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/ValliÞar að auki er starfsmaður Matvælastofnunar sem skrifar upp á heilbrigðisvottorð fyrir þurrmjólk fyrir ungabörn í verkfalli og því er sú vara ekki heldur tollafgreidd. „Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Því miður stefnir í skort á ýmsum nauðsynjavörum dragist verkfallið á langinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Eins og í verkfalli BHM beinum við þeim tilmælum til forstöðumanna og stjórnenda ríkisstofnana, sem ekki eru í verkfalli, að þeir sinni skyldum sínum og takmarki það tjón sem af verkfallinu leiðir. Þeir hafa heimild til að ganga í störf undirmanna samkvæmt skýrum fordæmum í íslenskum vinnurétti og geta þannig bjargað verðmætum og afstýrt fjárhagstjóni umfram það sem óumflýjanlega fylgir verkfalli.“ Verkfall 2016 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. Í tilkynningu frá félaginu segir að vitað sé að farmskrár frá flutningafélögum lesist oft ekki sjálfkrafa inn í rafrænt kerfi Tollstjóra. Þar sem enginn sinni slíkum uppákomum í verkfallinu fáist vörurnar því ekki tollafgreiddar. Þá er bent á í tilkynningunni að Tollstjóri gefið út að verkfallið myndi ekki hafa áhrif á tollagreiðslu skipa og flugvéla. „Innflytjendur heilbrigðisvara á borð við sprautunálar og sprautur, sem notaðar eru á sjúkrahúsum, hafa sótt um undanþágur til undanþágunefndar SFR, en þær hafa enn ekki fengist afgreiddar. Er Landspítalinn þó til dæmis í brýnni þörf fyrir að vörurnar fáist afhentar,“ segir í tilkynningunni.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/ValliÞar að auki er starfsmaður Matvælastofnunar sem skrifar upp á heilbrigðisvottorð fyrir þurrmjólk fyrir ungabörn í verkfalli og því er sú vara ekki heldur tollafgreidd. „Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar truflanir verða á innflutningi vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Því miður stefnir í skort á ýmsum nauðsynjavörum dragist verkfallið á langinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Eins og í verkfalli BHM beinum við þeim tilmælum til forstöðumanna og stjórnenda ríkisstofnana, sem ekki eru í verkfalli, að þeir sinni skyldum sínum og takmarki það tjón sem af verkfallinu leiðir. Þeir hafa heimild til að ganga í störf undirmanna samkvæmt skýrum fordæmum í íslenskum vinnurétti og geta þannig bjargað verðmætum og afstýrt fjárhagstjóni umfram það sem óumflýjanlega fylgir verkfalli.“
Verkfall 2016 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira