Notaði Guardiola leikkerfið 2-3-5 í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 16:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Leik lokið: Fram - Breiðablik 1-6 | Meistararnir fóru illa með nýliðana Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira