Hvetur sveitarfélög til að rannsaka heimagistingar Sveinn Arnarson skrifar 30. september 2015 12:00 Eftir miklu getur verið að slægjast hjá sveitarfélögum að skrá rétt fasteignamat. Vísir/GVA Skipulögð rannsókn Hvalfjarðarsveitar á vefsíðum sem bjóða upp á gistingu í heima- eða sumarhúsum skilaði auknum skatttekjum fyrir sveitarfélagið. Fundust 19 sumarhús í sveitarfélaginu sem voru leigð út til gistingar og því hækkaði sveitarfélagið fasteignagjöld á þá bústaði. „Við sáum þetta sem eina ráðið. Við byrjuðum á að skoða þetta skipulega undir lok síðasta árs og lögðum aukin fasteignagjöld á 19 eignir í sveitarfélaginu,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.„Þessi gisting er í beinni samkeppni við hótel í ferðaþjónustu og því er það réttlætismál að allir sitji við sama borð þegar kemur að fasteignagjöldum. Sumarhús greiða 0,44 prósent af fasteignamati í gjöld en hótel greiða 1,65 prósent.“ Mikil umfjöllun hefur verið undanfarið um heimagistingar í ferðaþjónustu. Fjöldi einstaklinga leigir híbýli sín til ferðamanna. Hundruð eigna eru á skrá í höfuðborginni einni hjá síðum eins og Airbnb. „Sú umræða hefur verið í gangi hringinn í kringum landið að tekjur af ferðaþjónustu skili sér illa til sveitarfélaga. Ríkið hefur yfirumsjón með öllum veltusköttum og sveitarfélög eru óhress með að taka á sig allan kostnað við komu ferðamanna en fá litlar tekjur í staðinn,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga„Skráning húsnæðis verður að vera rétt og þetta gerist þegar skil eru óljós. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er íbúðarhúsnæði og hvað er atvinnuhúsnæði. En eins og í þessu þá þarf nærsamfélagið að skoða þessa hluti og vera á varðbergi.“ Skúli segir líklegt að Hvalfjarðarsveit muni halda áfram eftirliti með heimagistingu sem þessari. Í sveitarfélaginu sé gríðarlegur fjöldi sumarbústaða einstaklinga sem margir gætu hugsað sér að leigja út til skemmri eða lengri tíma fyrir erlenda ferðamenn. „Ef við myndum fylgja þessu eftir allt árið 2016 þá myndu tekjur Hvalfjarðarsveitar aukast um á þriðju milljón króna árlega. Ég hvatti kollega mína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga til að skoða þetta frekar því þarna eru miklir hagsmunir í húfi, ekki bara fyrir okkur heldur er þetta líka réttlætismál,“ segir Skúli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Skipulögð rannsókn Hvalfjarðarsveitar á vefsíðum sem bjóða upp á gistingu í heima- eða sumarhúsum skilaði auknum skatttekjum fyrir sveitarfélagið. Fundust 19 sumarhús í sveitarfélaginu sem voru leigð út til gistingar og því hækkaði sveitarfélagið fasteignagjöld á þá bústaði. „Við sáum þetta sem eina ráðið. Við byrjuðum á að skoða þetta skipulega undir lok síðasta árs og lögðum aukin fasteignagjöld á 19 eignir í sveitarfélaginu,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.„Þessi gisting er í beinni samkeppni við hótel í ferðaþjónustu og því er það réttlætismál að allir sitji við sama borð þegar kemur að fasteignagjöldum. Sumarhús greiða 0,44 prósent af fasteignamati í gjöld en hótel greiða 1,65 prósent.“ Mikil umfjöllun hefur verið undanfarið um heimagistingar í ferðaþjónustu. Fjöldi einstaklinga leigir híbýli sín til ferðamanna. Hundruð eigna eru á skrá í höfuðborginni einni hjá síðum eins og Airbnb. „Sú umræða hefur verið í gangi hringinn í kringum landið að tekjur af ferðaþjónustu skili sér illa til sveitarfélaga. Ríkið hefur yfirumsjón með öllum veltusköttum og sveitarfélög eru óhress með að taka á sig allan kostnað við komu ferðamanna en fá litlar tekjur í staðinn,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga„Skráning húsnæðis verður að vera rétt og þetta gerist þegar skil eru óljós. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er íbúðarhúsnæði og hvað er atvinnuhúsnæði. En eins og í þessu þá þarf nærsamfélagið að skoða þessa hluti og vera á varðbergi.“ Skúli segir líklegt að Hvalfjarðarsveit muni halda áfram eftirliti með heimagistingu sem þessari. Í sveitarfélaginu sé gríðarlegur fjöldi sumarbústaða einstaklinga sem margir gætu hugsað sér að leigja út til skemmri eða lengri tíma fyrir erlenda ferðamenn. „Ef við myndum fylgja þessu eftir allt árið 2016 þá myndu tekjur Hvalfjarðarsveitar aukast um á þriðju milljón króna árlega. Ég hvatti kollega mína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga til að skoða þetta frekar því þarna eru miklir hagsmunir í húfi, ekki bara fyrir okkur heldur er þetta líka réttlætismál,“ segir Skúli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira