Vörugjöld á bílaleigur orsaka keðjuverkun Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2015 09:45 Bílaleigur munu draga saman seglin í kaupum á nýjum bílum á næsta ári nái fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. vísir/gva Gert er ráð fyrir að afnumin verði í tveimur skrefum sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning. Er þetta hluti lagabreytinga sem munu fylgja fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. Ljóst þykir að þetta muni hafa mikil áhrif á kaup bílaleiga á nýjum bílum á næstu árum að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Bílaleigu Akureyrar. Bílaleigur hafa keypt helming allra nýrra bíla hér á landi frá hruni.Steingrímur Birgisson„Ég er gáttaður á framgöngu fjármálaráðherra í þessu máli. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara breytinga til að reyna að meta hvaða áhrif þetta mun hafa á kaup bílaleiga á nýjum bílum í framtíðinni,“ segir Steingrímur. „Það er alveg ljóst að með þessum breytingum munum við draga mjög úr kaupum á nýjum bifreiðum í flotann okkar sem mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir okkur, bílasölur og ferðaþjónustuna í heild sem atvinnugrein.“ Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og er á fjórða þúsund bifreiða í flota hennar. Steingrímur segir þessar breytingar verða til þess að flotinn verði ekki endurnýjaður eins hratt, hver bíll verði keyrður lengra sem veldur því að bílarnir verða ekki eins öruggir fyrir ferðamenn. „Þetta er ekki til þess að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein sem er ört vaxandi á Íslandi í dag. Í raun má segja að fjöldi fyrirtækja muni eiga í erfiðleikum. Hér eru um 170 starfandi bílaleigur og með þessum breytingum er verið að sparka okkur á haf út.“Loftur ÁgústssonLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir mjög líklegt að boðaðar breytingar muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. BL selji mikið magn nýrra bíla til bílaleiga ár hvert. „Við þurfum auðvitað að reikna með þessu í okkar skipulagi og þetta mun vissulega hafa áhrif á okkur, það er engin spurning. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að meta það hversu mikið það verður. En við munum þurfa að taka með í reikninginn að sala til bílaleiga mun minnka við þessar breytingar,“ segir Loftur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Gert er ráð fyrir að afnumin verði í tveimur skrefum sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning. Er þetta hluti lagabreytinga sem munu fylgja fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. Ljóst þykir að þetta muni hafa mikil áhrif á kaup bílaleiga á nýjum bílum á næstu árum að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Bílaleigu Akureyrar. Bílaleigur hafa keypt helming allra nýrra bíla hér á landi frá hruni.Steingrímur Birgisson„Ég er gáttaður á framgöngu fjármálaráðherra í þessu máli. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara breytinga til að reyna að meta hvaða áhrif þetta mun hafa á kaup bílaleiga á nýjum bílum í framtíðinni,“ segir Steingrímur. „Það er alveg ljóst að með þessum breytingum munum við draga mjög úr kaupum á nýjum bifreiðum í flotann okkar sem mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir okkur, bílasölur og ferðaþjónustuna í heild sem atvinnugrein.“ Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og er á fjórða þúsund bifreiða í flota hennar. Steingrímur segir þessar breytingar verða til þess að flotinn verði ekki endurnýjaður eins hratt, hver bíll verði keyrður lengra sem veldur því að bílarnir verða ekki eins öruggir fyrir ferðamenn. „Þetta er ekki til þess að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein sem er ört vaxandi á Íslandi í dag. Í raun má segja að fjöldi fyrirtækja muni eiga í erfiðleikum. Hér eru um 170 starfandi bílaleigur og með þessum breytingum er verið að sparka okkur á haf út.“Loftur ÁgústssonLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir mjög líklegt að boðaðar breytingar muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. BL selji mikið magn nýrra bíla til bílaleiga ár hvert. „Við þurfum auðvitað að reikna með þessu í okkar skipulagi og þetta mun vissulega hafa áhrif á okkur, það er engin spurning. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að meta það hversu mikið það verður. En við munum þurfa að taka með í reikninginn að sala til bílaleiga mun minnka við þessar breytingar,“ segir Loftur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira