Dýrari en Perlan en ódýrari en Harpa Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2015 07:00 Að mati formanns KSÍ væri hægðarleikur að fylla stærri völl því uppselt hafi verið á alla karlalandsleiki síðastliðin ár. Kostnaður og stærð nýs þjóðarleikvangs eru langt frá hugmyndum þeirra sem hafa verið hvað mest stórhuga í umræðunni síðustu daga, að mati Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Hann segir umræðu um fimmtán til tuttugu milljarða króna leikvang algjörlega úr lausu lofti gripna. „Við höfum aldrei látið okkur dreyma um slíkar fjárhæðir.“ Síðastliðin ár hefur völlurinn aðeins fyllst á leikjum karlalandsliðsins í fótbolta, sem fara fram á vellinum þrisvar til fimm sinnum á ári. En þá komast líka færri að en vilja.Geir ÞorsteinssonHugmyndir KSÍ um nýjan þjóðarleikvang á Laugardalsvelli snúa að því að loka vellinum af í báða enda með stúkum og þannig fjölga sætum úr tíu þúsundum og í tuttugu þúsund. Framtíðardraumarnir eru að byggja þak yfir völlinn til að veita meira skjól. Til þess þyrfti meðal annars að taka hlaupabrautina, sem nú er í stórum sveig fyrir aftan mörk vallarins. „Ef það á að loka vellinum af og byggja stúku til endanna þá verða þær að vera svona fimm til tíu metrum fyrir aftan mörkin. Við viljum byggja venjulegan ferhyrndan völl,“ segir Geir. Reykjavíkurborg er eigandi Laugardalsvallar. Geir segir að fjölbreyttari starfsemi en fótboltaleikir yrði að fara fram í húsinu. „Reykjavík hlýtur að þurfa að eiga einn svona viðburðastað þar sem fólk getur komið saman á stóra menningarviðburði og við getum notað í fótboltaleiki nokkrum sinnum á ári.“Guðmundur Kristján Jónsson„Innan þessarar stóru lóðar sem Laugardalsvöllur afmarkar gæti til dæmis verið heilsuhótel, á besta stað borgarinnar. Stúkan á móti gömlu stúkunni hefur ekkert líf nema þegar leikið er á vellinum. Það er ekki okkar draumur að byggja einhver sæti sem myndu standa auð,“ segir Geir og bætir við: „Ég held að þeir sem eru stórhuga gagnvart viðburðum og menningu í Reykjavík, yfirvöld, ættu að sjá fyrir sér menningarviðburðahús þar sem gætu verið ráðstefnur og tónleikar í vaxandi höfuðborg.“ KSÍ tilkynnti í gær að til samstarfs hefði verið stofnað við ráðgjafarfyrirtækið Borgarbrag um að leiða vinnu við kostnaðaráætlun og kanna möguleikann á byggingu vettvangsins. Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags, segir ekki tímabært að nefna kostnað við leikvanginn. „Það er ómögulegt að segja hvað mannvirkið mun kosta ef af því verður. Klárlega myndi þetta hlaupa á einhverjum milljörðum en hvort þeir verða fimm, tíu eða fimmtán, það er ómögulegt að segja,“ segir Guðmundur. Hann segir að þeirra fyrsta skref sé að ræða við hagsmunaaðila, svo sem Reykjavíkurborg og íþróttahreyfinguna. Í kjölfarið væri svo ráðist í þarfagreiningu. „Ég myndi ekki segja að það stæði til að raska umhverfinu meira en hefur verið gert, eða að fara inn á nýja byggingareiti. Yfirbyggingin sem slík, hvort það verður þak á vellinum eða ekki, er seinni tíma mál.“ Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kostnaður og stærð nýs þjóðarleikvangs eru langt frá hugmyndum þeirra sem hafa verið hvað mest stórhuga í umræðunni síðustu daga, að mati Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Hann segir umræðu um fimmtán til tuttugu milljarða króna leikvang algjörlega úr lausu lofti gripna. „Við höfum aldrei látið okkur dreyma um slíkar fjárhæðir.“ Síðastliðin ár hefur völlurinn aðeins fyllst á leikjum karlalandsliðsins í fótbolta, sem fara fram á vellinum þrisvar til fimm sinnum á ári. En þá komast líka færri að en vilja.Geir ÞorsteinssonHugmyndir KSÍ um nýjan þjóðarleikvang á Laugardalsvelli snúa að því að loka vellinum af í báða enda með stúkum og þannig fjölga sætum úr tíu þúsundum og í tuttugu þúsund. Framtíðardraumarnir eru að byggja þak yfir völlinn til að veita meira skjól. Til þess þyrfti meðal annars að taka hlaupabrautina, sem nú er í stórum sveig fyrir aftan mörk vallarins. „Ef það á að loka vellinum af og byggja stúku til endanna þá verða þær að vera svona fimm til tíu metrum fyrir aftan mörkin. Við viljum byggja venjulegan ferhyrndan völl,“ segir Geir. Reykjavíkurborg er eigandi Laugardalsvallar. Geir segir að fjölbreyttari starfsemi en fótboltaleikir yrði að fara fram í húsinu. „Reykjavík hlýtur að þurfa að eiga einn svona viðburðastað þar sem fólk getur komið saman á stóra menningarviðburði og við getum notað í fótboltaleiki nokkrum sinnum á ári.“Guðmundur Kristján Jónsson„Innan þessarar stóru lóðar sem Laugardalsvöllur afmarkar gæti til dæmis verið heilsuhótel, á besta stað borgarinnar. Stúkan á móti gömlu stúkunni hefur ekkert líf nema þegar leikið er á vellinum. Það er ekki okkar draumur að byggja einhver sæti sem myndu standa auð,“ segir Geir og bætir við: „Ég held að þeir sem eru stórhuga gagnvart viðburðum og menningu í Reykjavík, yfirvöld, ættu að sjá fyrir sér menningarviðburðahús þar sem gætu verið ráðstefnur og tónleikar í vaxandi höfuðborg.“ KSÍ tilkynnti í gær að til samstarfs hefði verið stofnað við ráðgjafarfyrirtækið Borgarbrag um að leiða vinnu við kostnaðaráætlun og kanna möguleikann á byggingu vettvangsins. Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags, segir ekki tímabært að nefna kostnað við leikvanginn. „Það er ómögulegt að segja hvað mannvirkið mun kosta ef af því verður. Klárlega myndi þetta hlaupa á einhverjum milljörðum en hvort þeir verða fimm, tíu eða fimmtán, það er ómögulegt að segja,“ segir Guðmundur. Hann segir að þeirra fyrsta skref sé að ræða við hagsmunaaðila, svo sem Reykjavíkurborg og íþróttahreyfinguna. Í kjölfarið væri svo ráðist í þarfagreiningu. „Ég myndi ekki segja að það stæði til að raska umhverfinu meira en hefur verið gert, eða að fara inn á nýja byggingareiti. Yfirbyggingin sem slík, hvort það verður þak á vellinum eða ekki, er seinni tíma mál.“
Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira