Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 13:29 Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður, segir innkaupabannið í andstöðu við stjórnarskrána. vísir Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael eftir að síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn þess efnis var samþykkt í gær. Tillagan snýr að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna verði hætt. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. „Sveitarfélög eru stjórnvöld og þau mega bara framkvæma það sem þeim er falið með lögum. Degi B. Eggertssyni og Reykjavíkurborg hefur ekki verið falið utanríkismál eða það að ákveða viðskiptaþvinganir gegn erlendum ríkjum. Þannig að þeir eru komnir langt út fyrir hlutverk sitt sem sveitarfélag. Auk þess gæti ekki einu sinni ríkisstjórn tekið svona ákvörðun, það þyrfti heimild frá Alþingi.“ Einar segir borgina ekki geta skýlt sér á bak við aðgerðir ísraelskra stjórnvalda eða ástandið í Mið-Austurlöndum; Reykjavíkuborg hafi hreinlega ekki heimild til að mismuna fólki í viðskiptum. „Þetta er í andstöðu við stjórnarskrána. Þetta er jafnmikið lögbrot eins og að neita viðskiptum við rauðhærða og það þýðir ekkert að skírskota til meints framferðis Ísraela. Ísland er með stjórnmálasamband við þetta ríki og það þýðir ekkert fyrir borgina að halda að þeir séu með einu réttu skoðunina á flóknum málefnum Austurlanda og það réttlæti svona ákvörðun. Þetta er öldungis sambærilegt við það að mismuna fólki eftir þyngd eða litarhætti.“ Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael eftir að síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn þess efnis var samþykkt í gær. Tillagan snýr að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna verði hætt. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. „Sveitarfélög eru stjórnvöld og þau mega bara framkvæma það sem þeim er falið með lögum. Degi B. Eggertssyni og Reykjavíkurborg hefur ekki verið falið utanríkismál eða það að ákveða viðskiptaþvinganir gegn erlendum ríkjum. Þannig að þeir eru komnir langt út fyrir hlutverk sitt sem sveitarfélag. Auk þess gæti ekki einu sinni ríkisstjórn tekið svona ákvörðun, það þyrfti heimild frá Alþingi.“ Einar segir borgina ekki geta skýlt sér á bak við aðgerðir ísraelskra stjórnvalda eða ástandið í Mið-Austurlöndum; Reykjavíkuborg hafi hreinlega ekki heimild til að mismuna fólki í viðskiptum. „Þetta er í andstöðu við stjórnarskrána. Þetta er jafnmikið lögbrot eins og að neita viðskiptum við rauðhærða og það þýðir ekkert að skírskota til meints framferðis Ísraela. Ísland er með stjórnmálasamband við þetta ríki og það þýðir ekkert fyrir borgina að halda að þeir séu með einu réttu skoðunina á flóknum málefnum Austurlanda og það réttlæti svona ákvörðun. Þetta er öldungis sambærilegt við það að mismuna fólki eftir þyngd eða litarhætti.“
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00
Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59