Hræsni viðskiptabanns Yair Lapid skrifar 19. september 2015 07:00 Eins og kunnugt er ákvað borgarstjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiðir, en hann er 20% af heildaríbúafjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þingmanna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýjustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nóbelsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að einskorða sig við Ísrael? Eitt best varðveitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðjuverkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad-samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starfsemi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels. Þeir vita að frjálslynd Evrópuríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyðingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er ákvað borgarstjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiðir, en hann er 20% af heildaríbúafjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þingmanna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýjustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nóbelsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að einskorða sig við Ísrael? Eitt best varðveitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðjuverkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad-samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starfsemi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels. Þeir vita að frjálslynd Evrópuríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyðingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar