Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2015 22:45 Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. Framkvæmdastjórinn vonast til að gróskumikið atvinnulíf byggist upp í kringum olíuleitina. Olíuleitarskip ásamt aðstoðarskipi komu inn til Reyðarfjarðar í gær áður en þau héldu á Drekasvæðið í mánaðarlangan rannsóknarleiðangur. Ekki færri en fimm sveitarfélög hafa sóst eftir að þjónusta olíuleitina. Fjarðabyggð hefur augljóslega tekið forystuna og nú hefur verið stofnað þar sérstakt fyrirtæki um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit. Það heitir Arctic Supply Base en að því standa ráðamenn olíuleitarfélagsins Eykons og aðilar á Austurlandi. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Arctic Supply Base, segir fyrirtækid ætla að veita þjónustu og hýsa önnur fyrirtæki sem vilja veita þjónustu í kringum olíuiðnað, sem vonandi sé að verða til með þessu fyrsta skrefi núna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Olíuleitarskipið Oceanic Challenger í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mætti á bryggjuna til að taka á móti rannsóknarskipinu. Hann segir hafnir bæjarins þjónusta sjávarútveg og flutningaskip til og frá landinu. Þetta sé ein viðbótin við það að þjónusta skip sem hér séu á ferðinni. Hann segir svæðið vel í stakk búið að þjónusta olíuleit. „Hér eru ákveðnir innviðir sem eru mjög sterkir. Það eru hafnirnar hér og það er alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum. Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg uppbygging í kringum álverið þannig að það nýtist núna til frekari þjónustu til annarra verkefna,“ segir bæjarstjórinn. En hvernig umsvif gætu menn séð í kringum olíuleitina? „Þetta er bara svipað og við höfum séð annarsstaðar í heiminum. Eins og við höfum séð í Noregi, Skotlandi eða í St. Johns, og í Færeyjum, þegar það gekk þar. Þannig að ég held að við munum vonandi sjá hérna gróskumikið atvinnulíf í kringum þetta,“ svarar Haukur Óskarsson. Olíuleit á Drekasvæði Byggðamál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. Framkvæmdastjórinn vonast til að gróskumikið atvinnulíf byggist upp í kringum olíuleitina. Olíuleitarskip ásamt aðstoðarskipi komu inn til Reyðarfjarðar í gær áður en þau héldu á Drekasvæðið í mánaðarlangan rannsóknarleiðangur. Ekki færri en fimm sveitarfélög hafa sóst eftir að þjónusta olíuleitina. Fjarðabyggð hefur augljóslega tekið forystuna og nú hefur verið stofnað þar sérstakt fyrirtæki um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit. Það heitir Arctic Supply Base en að því standa ráðamenn olíuleitarfélagsins Eykons og aðilar á Austurlandi. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Arctic Supply Base, segir fyrirtækid ætla að veita þjónustu og hýsa önnur fyrirtæki sem vilja veita þjónustu í kringum olíuiðnað, sem vonandi sé að verða til með þessu fyrsta skrefi núna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Olíuleitarskipið Oceanic Challenger í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson, mætti á bryggjuna til að taka á móti rannsóknarskipinu. Hann segir hafnir bæjarins þjónusta sjávarútveg og flutningaskip til og frá landinu. Þetta sé ein viðbótin við það að þjónusta skip sem hér séu á ferðinni. Hann segir svæðið vel í stakk búið að þjónusta olíuleit. „Hér eru ákveðnir innviðir sem eru mjög sterkir. Það eru hafnirnar hér og það er alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum. Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg uppbygging í kringum álverið þannig að það nýtist núna til frekari þjónustu til annarra verkefna,“ segir bæjarstjórinn. En hvernig umsvif gætu menn séð í kringum olíuleitina? „Þetta er bara svipað og við höfum séð annarsstaðar í heiminum. Eins og við höfum séð í Noregi, Skotlandi eða í St. Johns, og í Færeyjum, þegar það gekk þar. Þannig að ég held að við munum vonandi sjá hérna gróskumikið atvinnulíf í kringum þetta,“ svarar Haukur Óskarsson.
Olíuleit á Drekasvæði Byggðamál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45