Refsiaðgerðir ef ríki hunsa flóttamenn Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2015 07:00 Þýskir lögreglumenn stöðva för flóttafólks á lestarstöð í Lübeck, en fólkið hugðist fara þaðan með lest til Danmerkur. vísir/EPA „Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
„Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira