Veigar tryggði Stjörnunni stig í fyrra | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2015 15:30 Stjarnan og Breiðablik mætast í 17. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni nú miðað við stöðu þeirra þegar þau mættust í Garðabænum í fyrra, þá einnig í 17. umferð. Stjarnan var þá í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann svo eftirminnilega í lokaumferðinni. Blikar voru hins vegar í baráttu á hinum enda töflunnar og björguðu sér ekki endanlega frá falli fyrr en undir lok móts. Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark fyrri hálfleiks, úr vítaspyrnu á 44. mínútu, en hann fór meiddur af velli mínútu seinna. Blikar mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 49. mínútu. Guðjón skoraði alls fjögur mörk beint úr aukaspyrnum í fyrra. Aðeins þremur mínútum seinna tók Guðjón aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin, sendi boltann á fjærstöngina á Arnór Svein Aðalsteinsson sem skallaði boltann fyrir markið á Damir Muminovic sem skoraði af stuttu færi. En eins og svo oft í fyrra komu Stjörnumenn til baka eftir að hafa lent undir og Veigar Páll Gunnarsson jafnaði metin með skalla eftir frábæra fyrir Arnars Más Björgvinssonar á 82. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki en þremur mínútum fyrir leikslok fékk Martin Rauschenberg, miðvörður Stjörnunnar að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni sem var sloppinn í gegn. Þetta var eitt af tólf jafnteflum sem Breiðablik gerði í Pepsi-deildinni 2014 en liðið endaði að lokum í 7. sæti með 27 stig. Stjarnan varð sem áður sagði Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið fór taplaust í gegnum mótið.Mörkin og helstu atvik úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks í fyrra má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik mætast í 17. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni nú miðað við stöðu þeirra þegar þau mættust í Garðabænum í fyrra, þá einnig í 17. umferð. Stjarnan var þá í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið vann svo eftirminnilega í lokaumferðinni. Blikar voru hins vegar í baráttu á hinum enda töflunnar og björguðu sér ekki endanlega frá falli fyrr en undir lok móts. Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark fyrri hálfleiks, úr vítaspyrnu á 44. mínútu, en hann fór meiddur af velli mínútu seinna. Blikar mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin með frábæru marki beint úr aukaspyrnu á 49. mínútu. Guðjón skoraði alls fjögur mörk beint úr aukaspyrnum í fyrra. Aðeins þremur mínútum seinna tók Guðjón aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin, sendi boltann á fjærstöngina á Arnór Svein Aðalsteinsson sem skallaði boltann fyrir markið á Damir Muminovic sem skoraði af stuttu færi. En eins og svo oft í fyrra komu Stjörnumenn til baka eftir að hafa lent undir og Veigar Páll Gunnarsson jafnaði metin með skalla eftir frábæra fyrir Arnars Más Björgvinssonar á 82. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki en þremur mínútum fyrir leikslok fékk Martin Rauschenberg, miðvörður Stjörnunnar að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni sem var sloppinn í gegn. Þetta var eitt af tólf jafnteflum sem Breiðablik gerði í Pepsi-deildinni 2014 en liðið endaði að lokum í 7. sæti með 27 stig. Stjarnan varð sem áður sagði Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið fór taplaust í gegnum mótið.Mörkin og helstu atvik úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks í fyrra má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira