Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Ísak Gabríel Regal skrifar 10. ágúst 2015 18:39 Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun