Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 19:32 Rúnar Páll var eldhress á blaðamannafundi í Garðabænum í kvöld. vísir/epa Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira