Flóttamenn streyma til smáborgar í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2015 20:12 Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May. Flóttamenn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May.
Flóttamenn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira