Öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli greindi ekki gervisprengjur eftirlitsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 18:30 Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira