Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Birgir Olgeirsson skrifar 6. júlí 2015 22:13 Vefurinn turisti.is birti þessa mynd af löngum biðröðum við innritun á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Vísir/turisti.is „Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför. Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
„Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför.
Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira