Telur sig nálgast að finna ódýra, hreina og nánast óþrjótandi orkulind Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2015 15:25 Íslenskur eðlisfræðingur hefur í samstarfi við sænskan prófessor birt vísindagrein þar sem skýrt er frá þeim byltingakennda möguleika, að raunhæft sé að framleiða ódýra orku í ómældu magni með því að umbreyta vatni í orku með samruna vetnis. Sífellt fleiri vísindamenn heimsins taka þátt í að þróa slíkar rannsóknir Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur sem starfar við Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Leif Holmild, prófessor í eðlisfræði við Gautaborgarháskóla birt nýja ritrýnda grein með þeim niðurstöðum að hægt sé að þróa aðferð til að framleiða orku með svokölluðum köldum samruna vetnis. Greinin birtist í ritinu International Journal of Hydrogen Energy. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. En með frekari rannsóknum og vilja vísindasamfélagsins mætti framleiða endalaust af ódýrri orku með tilheyrandi byltingu fyrir samfélög heims. Vetni er frumefni og finnst í vatni. Á einfaldan hátt má segja að með samruna vetnis, verði í ákveðnu ferli, til þéttur vetnisfasi sem sendir frá sér orku. „Þá væri þetta í rauninni voðalega mikil orka sem hægt væri að umbreyta vegna þess að eitt glas af vatni er eins og milljón lítrar af bensíni í orkuinnihaldi, það er að segja kjarnorkuinnihaldi,” segir Sveinn. Þannig sé hægt að nota vetni úr vatni til að framleiða hreina orku. Yrði það annað hvort gert með því að taka fjögur vetnisatóm og hverfa þau í helín eins og gerist í kjarna sólarinnar eða þá að nýta tvívetni. Sveinn vonast til að grein hans verði til þess að fjármagnafrekari rannsóknir á köldum samruna. Orkuframleiðslan er líkt og jarðvarmavirkjun að borholunum slepptum, segir Sveinn en nú sé verið að taka fyrstu sporin í átt að skýrari niðurstöðum. Sveinn segir að stigandi hafi verið á hverju ári í rannsóknunum á köldum samruna og að vísindasamfélagið sé að vakna til meðvitundar um að þetta sé raunhæft möguleiki. Þó er margt enn óútskýrt í rannsóknunum. Viðtal við Svein Ólafsson má hlusta í heild sinni hér að ofan. Illugi og Orka Energy Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Íslenskur eðlisfræðingur hefur í samstarfi við sænskan prófessor birt vísindagrein þar sem skýrt er frá þeim byltingakennda möguleika, að raunhæft sé að framleiða ódýra orku í ómældu magni með því að umbreyta vatni í orku með samruna vetnis. Sífellt fleiri vísindamenn heimsins taka þátt í að þróa slíkar rannsóknir Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur sem starfar við Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Leif Holmild, prófessor í eðlisfræði við Gautaborgarháskóla birt nýja ritrýnda grein með þeim niðurstöðum að hægt sé að þróa aðferð til að framleiða orku með svokölluðum köldum samruna vetnis. Greinin birtist í ritinu International Journal of Hydrogen Energy. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. En með frekari rannsóknum og vilja vísindasamfélagsins mætti framleiða endalaust af ódýrri orku með tilheyrandi byltingu fyrir samfélög heims. Vetni er frumefni og finnst í vatni. Á einfaldan hátt má segja að með samruna vetnis, verði í ákveðnu ferli, til þéttur vetnisfasi sem sendir frá sér orku. „Þá væri þetta í rauninni voðalega mikil orka sem hægt væri að umbreyta vegna þess að eitt glas af vatni er eins og milljón lítrar af bensíni í orkuinnihaldi, það er að segja kjarnorkuinnihaldi,” segir Sveinn. Þannig sé hægt að nota vetni úr vatni til að framleiða hreina orku. Yrði það annað hvort gert með því að taka fjögur vetnisatóm og hverfa þau í helín eins og gerist í kjarna sólarinnar eða þá að nýta tvívetni. Sveinn vonast til að grein hans verði til þess að fjármagnafrekari rannsóknir á köldum samruna. Orkuframleiðslan er líkt og jarðvarmavirkjun að borholunum slepptum, segir Sveinn en nú sé verið að taka fyrstu sporin í átt að skýrari niðurstöðum. Sveinn segir að stigandi hafi verið á hverju ári í rannsóknunum á köldum samruna og að vísindasamfélagið sé að vakna til meðvitundar um að þetta sé raunhæft möguleiki. Þó er margt enn óútskýrt í rannsóknunum. Viðtal við Svein Ólafsson má hlusta í heild sinni hér að ofan.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira