Ekki hægt að sætta sig við þolanlegt flugöryggi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júlí 2015 19:30 VISIR/PJETUR Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik. Fréttir af flugi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik.
Fréttir af flugi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira