Samkeppni sparisjóðanna ekki mikil í stóra samhenginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 14:22 Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson. vísir/vilhelm Össur Skarphéðinsson vakti á ný athygli á málefnum Sparisjóðanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og virtust þeir deila svipuðum skoðunum. Fyrir tveimur dögum vakti Össur máls á því sama fyrir tveimur dögum undir liðnum störf þingsins en þá tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undir orð hans.Sjá einnig: Gagnrýna yfirtöku bankanna: „Það setur að mér hroll“ „Ég hef verið fullvissaður um það að hæstv. ríkisstjórn vinni að því ötullega að endurreisa sparisjóðina og sjá til þess að þeir verði áfram virkt afl á fjármálamarkaði. Nú hefur það hins vegar gerst að þrír sparisjóðir hafa verið hramsaðir upp og sporðrenndir af þremur viðskiptabönkum,“ sagði Össur. Þingmaðurinn bætti því við að ríkissjóður sæi þar á eftir mikilvægri eign sem hann á í sparisjóðunum, í það minnsta myndi hún verðfalla. Mikilvægt liðsinni byggðarlaga úti á landi hyrfu einnig á braut og að verknaðurinn myndi herða snöruna enn frekar að hálsi neytenda. Sparisjóðirnir hefðu getað orðið eina mótvægið við vaxtastefnu stóru bankanna.Ekki hægt að óska eftir sjálfstæði og inngripum á sama tíma „Bankasýslan fer með eignarhaldið og Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með starfseminni. Því miður hafa þessar einingar ekki náð sér á strik,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann bætti við að samkeppni sparisjóðanna væri hins vegar ekki mikil í stóra samhenginu. Uppsafnað eigin fé þeirra sé á bilinu fjórir til fimm milljarðar en eigið fé Landsbankans eins er um 250 milljarðar. „Það er ekki bæði hægt að halda því fram að ég sé með breytingum á Bankasýslunni að reyna að sölsa undir mig Bankasýsluna, sem megi alls ekki gerast, og segja í hinu orðinu: Bjarni, þú áttir að gera eitthvað og grípa í taumana eins og þú réðir yfir Bankasýslunni og hlut okkar í sparisjóðunum,” sagði Bjarni. Slíkt gengi einfaldlega ekki. Alþingi Tengdar fréttir Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson vakti á ný athygli á málefnum Sparisjóðanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og virtust þeir deila svipuðum skoðunum. Fyrir tveimur dögum vakti Össur máls á því sama fyrir tveimur dögum undir liðnum störf þingsins en þá tók Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undir orð hans.Sjá einnig: Gagnrýna yfirtöku bankanna: „Það setur að mér hroll“ „Ég hef verið fullvissaður um það að hæstv. ríkisstjórn vinni að því ötullega að endurreisa sparisjóðina og sjá til þess að þeir verði áfram virkt afl á fjármálamarkaði. Nú hefur það hins vegar gerst að þrír sparisjóðir hafa verið hramsaðir upp og sporðrenndir af þremur viðskiptabönkum,“ sagði Össur. Þingmaðurinn bætti því við að ríkissjóður sæi þar á eftir mikilvægri eign sem hann á í sparisjóðunum, í það minnsta myndi hún verðfalla. Mikilvægt liðsinni byggðarlaga úti á landi hyrfu einnig á braut og að verknaðurinn myndi herða snöruna enn frekar að hálsi neytenda. Sparisjóðirnir hefðu getað orðið eina mótvægið við vaxtastefnu stóru bankanna.Ekki hægt að óska eftir sjálfstæði og inngripum á sama tíma „Bankasýslan fer með eignarhaldið og Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með starfseminni. Því miður hafa þessar einingar ekki náð sér á strik,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann bætti við að samkeppni sparisjóðanna væri hins vegar ekki mikil í stóra samhenginu. Uppsafnað eigin fé þeirra sé á bilinu fjórir til fimm milljarðar en eigið fé Landsbankans eins er um 250 milljarðar. „Það er ekki bæði hægt að halda því fram að ég sé með breytingum á Bankasýslunni að reyna að sölsa undir mig Bankasýsluna, sem megi alls ekki gerast, og segja í hinu orðinu: Bjarni, þú áttir að gera eitthvað og grípa í taumana eins og þú réðir yfir Bankasýslunni og hlut okkar í sparisjóðunum,” sagði Bjarni. Slíkt gengi einfaldlega ekki.
Alþingi Tengdar fréttir Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45 Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51 Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Rennur saman við Landsbankann Sparisjóður Norðurlands hefur náð samkomulagi um samruna. 22. júní 2015 10:45
Samkeppniseftirlitið heimilar sameiningu Arion banka og AFLs Staða AFLS var mun verri en áður var talið. 5. júní 2015 16:51
Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið. 25. júní 2015 07:00
Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Forstjóri FME segir aðstæður nýlega yfirtekinna sparisjóða hafa verið ólíkar. Samkeppniseftirlitið telur sparisjóðina mikilvæga fyrir samkeppni á fjármálamarkaði. 24. júní 2015 21:30