Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. september 2025 07:02 Gunnar Ármannsson, lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE hefur verið kallaður bolabítur á buxnaskálm. En hann segir mikilvægt að eldfim umræða sé tekin. Þar á meðal að það séu starfsmenn hjá hinu opinbera sem í raun eru áskrifendur að laununum sínum en njóti uppsagnarverndar. Vísir/Anton Brink Það tóku margir andköf þegar Viðskiptaráð birti kolsvarta skýrslu í vor þar sem segir að slúbbertar hjá hinu opinbera kosti ríkið 30 til 50 milljarða árlega. Sumir supu hveljur yfir upphæðunum. Aðrir yfir orðanotkuninni. „Þetta er mjög eldfimt umræðuefni, en við verðum að geta rætt þetta,“ segir Gunnar Ármannsson, lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE; Bolabítur á buxnaskálm eins og sumir hafa kallað. Umræðuefnið er uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Sem ekki aðeins er mun ríkari en gengur og gerist almennt, heldur eru reglurnar þannig að áður en til uppsagnar kemur, þarf viðkomandi starfsmaður að hafa fengið áminningu fyrir sams konar brot og hafa fengið tækifæri til að bæta ráð sitt. Þannig að tæknilega getur starfsmaður safnað að sér fleiri en einni áminningu án þess að hægt sé að segja honum upp. „Hins vegar er annað í þessu sem mér finnst miklu stærra vandamál og alltof lítið talað um, en það eru þeir starfsmenn hjá hinu opinbera sem brjóta ekki af sér en leggja sig heldur ekki nægilega fram við vinnuna og eru í raun aðeins í vinnunni til þess að þiggja launin einhvers staðar frá,“ segir Gunnar. Í dag og á morgun mun Atvinnulífið fjalla um uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Frá 8% vinnumarkaðar í þriðjung Gunnar segir mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Bæði sögulega og með tilliti til þess hversu mikilvægum störfum opinberir starfsmenn eru að sinna. „Þetta eru kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og fleiri sem sinna mjög mikilvægum störfum.“ Gunnar segir uppsagnarverndin hafi hins vegar í upphafi ekki verið ætluð stórum starfsstéttum sem hafa bæði samningsrétt og verkfallsrétt, eins og á við til dæmis kennara og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er hins vegar mikilvægt fyrir okkur að hugsa þetta í samhengi við fortíðina og skilja hvernig þessi uppsagnarvernd kom til,“ segir Gunnar og útskýrir: „Árið 1954 voru starfsmannalögin fyrst sett en þá voru opinberir starfsmenn 8% vinnumarkaðar. Lögin voru meðal annars sett fram með tilliti til þess að vernda embættismenn gegn því að pólitíkusar gætu tekið geðþótta ákvarðanir.“ Áratugir liðu. „Árið 1996 var starfsmannalögunum breytt en þá voru opinberir starfsmenn orðnir 20% af vinnumarkaði. Æviráðningar embættismanna voru teknar af en við tók fimm ára skipunartími auk þess sem sett voru ákvæði um ráðningarsamninga með gagnkvæmum um uppsagnarfresti.“ Síðan þá hefur ekkert gerst. „Nú telja opinberir starfsmenn samt um 30% af vinnumarkaði og langflestir í þeim hópi eru ekki í störfum sem þurfa einhverja vernd frá afskiptum stjórnmálamanna eða hafi ekki samnings- og verkfallsrétt. Þetta þýðir einfaldlega að verndin sem upphaflega var hugsuð til að vernda tiltölulega fáa embættismenn og fámenna hópa sem ekki voru með samnings- og verkfallsrétt, nær orðið til mun fjölmennari hóps án þess að það hafi verið tekið til sérstakrar umfjöllunar.“ Vandinn stærri en fólk telur Atvinnulífið hefur heimildir fyrir því að það séu ekkert síður stjórnendur hjá hinu opinbera sem vilja sjálfir að lögum um uppsagnarvernd starfsmanna verði breytt. „Áminningakerfið er vandasamt og þungt í vöfum. Áminningin þarf að ná til þess brots sem starfsmaðurinn varð uppvís að og er ætluð til að gefa starfsmanninum tækifæri til að bæta sig. Ef viðkomandi aðili gerir það ekki, getur það réttlætt uppsögn. En ef starfsmaðurinn brýtur af sér með nýjum hætti, þá þarf að áminna aftur,“ segir Gunnar og útskýrir hvernig starfsmaður getur því í raun brotið reglulega af sér í starfi og hlotið áminningu, án þess nokkurn tíma að hægt sé að segja viðkomandi upp. Sá hópur sem Gunnar segir þó enn fjölmennari, er hópurinn sem aldrei brýtur af sér í starfi en leggur sig ekki heldur fram svo neinu nemur. Þetta er oft fólk sem vill engar breytingar, rekst jafnvel illa í hópum, truflar aðra eða eru alltaf upp á kant við allt. Svona fólk getur smitað mikið út frá sér en er þó ekki að gera neitt sem telst það ámælisvert að það sé ástæða til að viðkomandi hljóti áminningu fyrir brot á starfi.“ Sjálfur starfaði Gunnar sem stjórnandi hjá hinu opinbera í um áratug. Fyrst sem deildarstjóri hjá Tollstjóranum í Reykjavík og síðar sem sviðstjóri. „Og ég get sagt sem fyrrum stjórnandi hjá hinu opinbera að þar er það gulls ígildi að starfa með fólki sem elskar starfið sitt og hefur jafnvel tileinkað starfsævinni sinni sama vinnustaðnum. Í þessum hópi er oft að finna fólk sem alltaf er gott að geta leitað til,“ segir Gunnar. Málið snúist hins vegar ekki um þann hóp starfsfólksins, heldur þá sem fyrst og fremst eru áskrifendur launa sinna. „Það er erfitt fyrir stjórnendur að reyna að auka þjónustustig stofnunarinnar ef innan hópsins eru margir sem fyrst og fremst eru í vinnunni til þess að fá laun einhvers staðar frá.“ Í einkageiranum gildi engin vernd fyrir slíka starfsmenn. „Þar er samtalið við viðkomandi einfaldlega tekið. Um að samleiðin sé ekki að virka sem skyldi og því sé ekkert annað í stöðunni en að segja viðkomandi upp. Viðkomandi fær síðan svigrúm til að leita sér að nýju starfi. Á sama tíma og vinnuveitandinn fær svigrúm til að ráða inn nýjan starfsmann sem hentar betur í starfið og fyrir vinnustaðinn.“ Ófremdarástand Að geta ekki sagt upp starfsmanni sem ekki stendur sig vel í vinnu, hefur gífurlega slæm áhrif fyrir hvaða vinnustað sem er. Ekki aðeins móralinn eða getu stofnunar til að standa sig framúrskarandi vel, heldur geta málin einfaldlega þróast á þann veg að erfitt er að átta sig á því hverjum stofnunin er að þjóna fyrst og fremst. Gunnar bendir á ágætis dæmi þessu tengt; Styttingu vinnuvikunnar. „Margar stofnanir styttu vinnuvikuna með því að stytta opnunartíma sinn, ekki síst á föstudögum. Sjúkratryggingar Íslands er ein þeirra sem þó er undarlegt því stofnunin nefnir „þjónustu“ sem eina af sínum gildum. En hvers lags þjónusta er það að fólk fái takmarkaða þjónustu á föstudögum?“ Gunnar segir augljóst að Umboðsmaður Alþingis hafi einnig rekið augun í þetta. Því í sumar bárust fréttir um að Umboðsmaður vildi skýringar á því hvernig það samræmdist tilgangi stofnunarinnar um þjónustu að almenningur hefði svona skert aðgengi að þjónustu á föstudögum. Að mati Gunnars snýst staðan þó fyrst og fremst um það að kominn er tími til breytinga. „Því það að vera með vinnustað þar sem það er alltaf einhver prósenta af starfsmönnum sem er í rauninni alveg sama er hálfpartinn eins og að reyna að keyra bíl með hlaup í stýrinu. Sem þýðir einfaldlega að þegar þú grípur í stýrið þá hreyfir bíllinn sig ekki eins og hann á að gera,“ segir Gunnar og bætir við: Við erum að skapa ófremdarástand með því að halda áfram svona. Enda eiga opinberar stofnanir ekki að vera geymslustaðir fyrir fólk sem vill í raun ekkert annað en að þiggja launin sín.“ Gunnar segir forsendur hafa breyst frá því að uppsagnarverndin var sett í starfsmannalögin árið 1954. Þá voru opinberir starfsmenn 8% af vinnumarkaði en ekki þriðjungur eins og nú er og margir þeirra ekki með samnings- og verkfallsrétt eins og flestir eru með nú. Þá sé það liðin tíð að einkageirinn greiði hærri laun en sá opinberi.Vísir/Anton Brink Finnst þér þá að það eigi að afnema uppsagnarverndina? „Það þarf alla vega að breyta lögunum talsvert og hugsa hlutina fram í tímann. Því ef þróunin heldur áfram eins og hún hefur verið; Hvernig eru menn þá að sjá þetta fyrir sér þegar opinberir starfsmenn telja allt að 50% vinnumarkaðarins, Er þá eðlilegt að helmingur vinnumarkaðarins búi við verndaðar aðstæður en hinn ekki?“ Gunnar segir verndina þó mögulega eiga við í einstaka tilfellum. „Það getur vel verið að huga þurfi sérstaklega að verndun einstakra embættisstarfa sem eru valdamikil. Til dæmis innan ráðuneyta og dómskerfisins þannig að verndin tryggi að stjórnmálamenn geti ekki tekið gerræðislegar ákvarðanir.“ Almennt segir Gunnar hins vegar að uppsagnir hjá hinu opinbera eigi að lúta sömu reglum og í einkageiranum. Ekki síst í því ljósi að nú hafi flestar stéttir opinberra starfsmanna bæði samnings- og verkfallsrétt. Og það virðist vera af sem áður var að einkageirinn sé að greiða hærri laun en sá opinberi.“ Að uppsagnarvernd opinberra starfsmanna sé jafn mikil og raun ber vitni, sé eitthvað sem einfaldlega eigi ekki lengur við. „Fólk sem starfar hjá hinu opinbera er að sinna mjög mikilvægum störfum. En gjaldkeri í banka og bakari eru að gera það líka og hvers vegna eiga að gilda allt aðrar reglur um það starfsfólk?“ Vinnustaðamenning Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Ég endaði mitt erindi á því að leggja þetta fram að gamni sem sparnaðartillögu fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta og brosir. 6. febrúar 2025 07:03 „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN. 5. febrúar 2025 07:00 „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01 „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02 Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Sumir supu hveljur yfir upphæðunum. Aðrir yfir orðanotkuninni. „Þetta er mjög eldfimt umræðuefni, en við verðum að geta rætt þetta,“ segir Gunnar Ármannsson, lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE; Bolabítur á buxnaskálm eins og sumir hafa kallað. Umræðuefnið er uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Sem ekki aðeins er mun ríkari en gengur og gerist almennt, heldur eru reglurnar þannig að áður en til uppsagnar kemur, þarf viðkomandi starfsmaður að hafa fengið áminningu fyrir sams konar brot og hafa fengið tækifæri til að bæta ráð sitt. Þannig að tæknilega getur starfsmaður safnað að sér fleiri en einni áminningu án þess að hægt sé að segja honum upp. „Hins vegar er annað í þessu sem mér finnst miklu stærra vandamál og alltof lítið talað um, en það eru þeir starfsmenn hjá hinu opinbera sem brjóta ekki af sér en leggja sig heldur ekki nægilega fram við vinnuna og eru í raun aðeins í vinnunni til þess að þiggja launin einhvers staðar frá,“ segir Gunnar. Í dag og á morgun mun Atvinnulífið fjalla um uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Frá 8% vinnumarkaðar í þriðjung Gunnar segir mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Bæði sögulega og með tilliti til þess hversu mikilvægum störfum opinberir starfsmenn eru að sinna. „Þetta eru kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og fleiri sem sinna mjög mikilvægum störfum.“ Gunnar segir uppsagnarverndin hafi hins vegar í upphafi ekki verið ætluð stórum starfsstéttum sem hafa bæði samningsrétt og verkfallsrétt, eins og á við til dæmis kennara og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er hins vegar mikilvægt fyrir okkur að hugsa þetta í samhengi við fortíðina og skilja hvernig þessi uppsagnarvernd kom til,“ segir Gunnar og útskýrir: „Árið 1954 voru starfsmannalögin fyrst sett en þá voru opinberir starfsmenn 8% vinnumarkaðar. Lögin voru meðal annars sett fram með tilliti til þess að vernda embættismenn gegn því að pólitíkusar gætu tekið geðþótta ákvarðanir.“ Áratugir liðu. „Árið 1996 var starfsmannalögunum breytt en þá voru opinberir starfsmenn orðnir 20% af vinnumarkaði. Æviráðningar embættismanna voru teknar af en við tók fimm ára skipunartími auk þess sem sett voru ákvæði um ráðningarsamninga með gagnkvæmum um uppsagnarfresti.“ Síðan þá hefur ekkert gerst. „Nú telja opinberir starfsmenn samt um 30% af vinnumarkaði og langflestir í þeim hópi eru ekki í störfum sem þurfa einhverja vernd frá afskiptum stjórnmálamanna eða hafi ekki samnings- og verkfallsrétt. Þetta þýðir einfaldlega að verndin sem upphaflega var hugsuð til að vernda tiltölulega fáa embættismenn og fámenna hópa sem ekki voru með samnings- og verkfallsrétt, nær orðið til mun fjölmennari hóps án þess að það hafi verið tekið til sérstakrar umfjöllunar.“ Vandinn stærri en fólk telur Atvinnulífið hefur heimildir fyrir því að það séu ekkert síður stjórnendur hjá hinu opinbera sem vilja sjálfir að lögum um uppsagnarvernd starfsmanna verði breytt. „Áminningakerfið er vandasamt og þungt í vöfum. Áminningin þarf að ná til þess brots sem starfsmaðurinn varð uppvís að og er ætluð til að gefa starfsmanninum tækifæri til að bæta sig. Ef viðkomandi aðili gerir það ekki, getur það réttlætt uppsögn. En ef starfsmaðurinn brýtur af sér með nýjum hætti, þá þarf að áminna aftur,“ segir Gunnar og útskýrir hvernig starfsmaður getur því í raun brotið reglulega af sér í starfi og hlotið áminningu, án þess nokkurn tíma að hægt sé að segja viðkomandi upp. Sá hópur sem Gunnar segir þó enn fjölmennari, er hópurinn sem aldrei brýtur af sér í starfi en leggur sig ekki heldur fram svo neinu nemur. Þetta er oft fólk sem vill engar breytingar, rekst jafnvel illa í hópum, truflar aðra eða eru alltaf upp á kant við allt. Svona fólk getur smitað mikið út frá sér en er þó ekki að gera neitt sem telst það ámælisvert að það sé ástæða til að viðkomandi hljóti áminningu fyrir brot á starfi.“ Sjálfur starfaði Gunnar sem stjórnandi hjá hinu opinbera í um áratug. Fyrst sem deildarstjóri hjá Tollstjóranum í Reykjavík og síðar sem sviðstjóri. „Og ég get sagt sem fyrrum stjórnandi hjá hinu opinbera að þar er það gulls ígildi að starfa með fólki sem elskar starfið sitt og hefur jafnvel tileinkað starfsævinni sinni sama vinnustaðnum. Í þessum hópi er oft að finna fólk sem alltaf er gott að geta leitað til,“ segir Gunnar. Málið snúist hins vegar ekki um þann hóp starfsfólksins, heldur þá sem fyrst og fremst eru áskrifendur launa sinna. „Það er erfitt fyrir stjórnendur að reyna að auka þjónustustig stofnunarinnar ef innan hópsins eru margir sem fyrst og fremst eru í vinnunni til þess að fá laun einhvers staðar frá.“ Í einkageiranum gildi engin vernd fyrir slíka starfsmenn. „Þar er samtalið við viðkomandi einfaldlega tekið. Um að samleiðin sé ekki að virka sem skyldi og því sé ekkert annað í stöðunni en að segja viðkomandi upp. Viðkomandi fær síðan svigrúm til að leita sér að nýju starfi. Á sama tíma og vinnuveitandinn fær svigrúm til að ráða inn nýjan starfsmann sem hentar betur í starfið og fyrir vinnustaðinn.“ Ófremdarástand Að geta ekki sagt upp starfsmanni sem ekki stendur sig vel í vinnu, hefur gífurlega slæm áhrif fyrir hvaða vinnustað sem er. Ekki aðeins móralinn eða getu stofnunar til að standa sig framúrskarandi vel, heldur geta málin einfaldlega þróast á þann veg að erfitt er að átta sig á því hverjum stofnunin er að þjóna fyrst og fremst. Gunnar bendir á ágætis dæmi þessu tengt; Styttingu vinnuvikunnar. „Margar stofnanir styttu vinnuvikuna með því að stytta opnunartíma sinn, ekki síst á föstudögum. Sjúkratryggingar Íslands er ein þeirra sem þó er undarlegt því stofnunin nefnir „þjónustu“ sem eina af sínum gildum. En hvers lags þjónusta er það að fólk fái takmarkaða þjónustu á föstudögum?“ Gunnar segir augljóst að Umboðsmaður Alþingis hafi einnig rekið augun í þetta. Því í sumar bárust fréttir um að Umboðsmaður vildi skýringar á því hvernig það samræmdist tilgangi stofnunarinnar um þjónustu að almenningur hefði svona skert aðgengi að þjónustu á föstudögum. Að mati Gunnars snýst staðan þó fyrst og fremst um það að kominn er tími til breytinga. „Því það að vera með vinnustað þar sem það er alltaf einhver prósenta af starfsmönnum sem er í rauninni alveg sama er hálfpartinn eins og að reyna að keyra bíl með hlaup í stýrinu. Sem þýðir einfaldlega að þegar þú grípur í stýrið þá hreyfir bíllinn sig ekki eins og hann á að gera,“ segir Gunnar og bætir við: Við erum að skapa ófremdarástand með því að halda áfram svona. Enda eiga opinberar stofnanir ekki að vera geymslustaðir fyrir fólk sem vill í raun ekkert annað en að þiggja launin sín.“ Gunnar segir forsendur hafa breyst frá því að uppsagnarverndin var sett í starfsmannalögin árið 1954. Þá voru opinberir starfsmenn 8% af vinnumarkaði en ekki þriðjungur eins og nú er og margir þeirra ekki með samnings- og verkfallsrétt eins og flestir eru með nú. Þá sé það liðin tíð að einkageirinn greiði hærri laun en sá opinberi.Vísir/Anton Brink Finnst þér þá að það eigi að afnema uppsagnarverndina? „Það þarf alla vega að breyta lögunum talsvert og hugsa hlutina fram í tímann. Því ef þróunin heldur áfram eins og hún hefur verið; Hvernig eru menn þá að sjá þetta fyrir sér þegar opinberir starfsmenn telja allt að 50% vinnumarkaðarins, Er þá eðlilegt að helmingur vinnumarkaðarins búi við verndaðar aðstæður en hinn ekki?“ Gunnar segir verndina þó mögulega eiga við í einstaka tilfellum. „Það getur vel verið að huga þurfi sérstaklega að verndun einstakra embættisstarfa sem eru valdamikil. Til dæmis innan ráðuneyta og dómskerfisins þannig að verndin tryggi að stjórnmálamenn geti ekki tekið gerræðislegar ákvarðanir.“ Almennt segir Gunnar hins vegar að uppsagnir hjá hinu opinbera eigi að lúta sömu reglum og í einkageiranum. Ekki síst í því ljósi að nú hafi flestar stéttir opinberra starfsmanna bæði samnings- og verkfallsrétt. Og það virðist vera af sem áður var að einkageirinn sé að greiða hærri laun en sá opinberi.“ Að uppsagnarvernd opinberra starfsmanna sé jafn mikil og raun ber vitni, sé eitthvað sem einfaldlega eigi ekki lengur við. „Fólk sem starfar hjá hinu opinbera er að sinna mjög mikilvægum störfum. En gjaldkeri í banka og bakari eru að gera það líka og hvers vegna eiga að gilda allt aðrar reglur um það starfsfólk?“
Vinnustaðamenning Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Ég endaði mitt erindi á því að leggja þetta fram að gamni sem sparnaðartillögu fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta og brosir. 6. febrúar 2025 07:03 „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN. 5. febrúar 2025 07:00 „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01 „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02 Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Ég endaði mitt erindi á því að leggja þetta fram að gamni sem sparnaðartillögu fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta og brosir. 6. febrúar 2025 07:03
„Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN. 5. febrúar 2025 07:00
„Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01
„Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent