BHM undirbýr málsókn gegn ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2015 11:52 Vísir/Valli „Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“ Bandalag háskólamanna segir Alþingi hafa afnumið samningsrétt þeirra og það sé skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Bandalagið hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu „til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir í tæpar tíu vikur í gær og segir í tilkynningunni að það sé umhugsunarvert að ríkisvaldið hafi ekkert gert til þess að afsýra verkföllum. „Í stað þess að ganga til samninga við BHM dró ríkið bandalagið fyrir dómstóla í því augnamiði að hnekkja verkfallsboðunum. Þeim kröfum hafnaði Félagsdómur með eftirminnilegum hætti. Á 24 samningafundum deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara þokaðist samninganefnd ríkisins aldrei frá forskrift Samtaka atvinnulífsins.“ Í tilkynningunni segir að efni 3. greinar laganna sé lítið annað en ósvífin aðför að ríkisstarfsmönnum. „Samkvæmt henni kannast ríkisvaldið hvorki við að hafa samið við lækna um tæplega 30% launahækkun til rúmlega tveggja ára né heldur við nýlegan samning sinn við framhaldsskólakennara. Ríkið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins samningsumboð ríkisins við starfsfólk sitt.“ BHM segir það vera áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinni nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu. Landsmenn gætu ekki verið án þeirrar þjónustu. „Frá upphafi kjaraviðræðna á liðnu ári hefur samninganefnd BHM lagt sig fram um að skilgreina sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna og ríkisins af því að mæta sanngjörnum kröfum um að háskólamenntun sé metin til launa. Að auki hefur BHM viljað tryggja virkni stofnanasamninga hjá ríkinu en í þeim eru kjör sérfræðinga hjá ríkinu ákvörðuð. Svo virðist sem ríkisvaldið sé með öllu áhugalaust um virkni þeirra samninga. Af því leiðir að launakerfi ríkisstarfsmanna er ekki á vetur setjandi.“ Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“ Bandalag háskólamanna segir Alþingi hafa afnumið samningsrétt þeirra og það sé skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Bandalagið hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu „til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir í tæpar tíu vikur í gær og segir í tilkynningunni að það sé umhugsunarvert að ríkisvaldið hafi ekkert gert til þess að afsýra verkföllum. „Í stað þess að ganga til samninga við BHM dró ríkið bandalagið fyrir dómstóla í því augnamiði að hnekkja verkfallsboðunum. Þeim kröfum hafnaði Félagsdómur með eftirminnilegum hætti. Á 24 samningafundum deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara þokaðist samninganefnd ríkisins aldrei frá forskrift Samtaka atvinnulífsins.“ Í tilkynningunni segir að efni 3. greinar laganna sé lítið annað en ósvífin aðför að ríkisstarfsmönnum. „Samkvæmt henni kannast ríkisvaldið hvorki við að hafa samið við lækna um tæplega 30% launahækkun til rúmlega tveggja ára né heldur við nýlegan samning sinn við framhaldsskólakennara. Ríkið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins samningsumboð ríkisins við starfsfólk sitt.“ BHM segir það vera áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinni nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu. Landsmenn gætu ekki verið án þeirrar þjónustu. „Frá upphafi kjaraviðræðna á liðnu ári hefur samninganefnd BHM lagt sig fram um að skilgreina sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna og ríkisins af því að mæta sanngjörnum kröfum um að háskólamenntun sé metin til launa. Að auki hefur BHM viljað tryggja virkni stofnanasamninga hjá ríkinu en í þeim eru kjör sérfræðinga hjá ríkinu ákvörðuð. Svo virðist sem ríkisvaldið sé með öllu áhugalaust um virkni þeirra samninga. Af því leiðir að launakerfi ríkisstarfsmanna er ekki á vetur setjandi.“
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira