Hlín búin að leggja fram kæru vegna nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 11:43 Hlín Einarsdóttir hefur ekkert tjáð sig um fjárkúgunarmálin tvö. Vísir/Valli Hlín Einarsdóttir, fyrrum ritstjóri Bleikt.is, lagði í morgun fram kæru á hendur fyrrverandi samstarfsfélaga sínum í fjölmiðlageiranum fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar, í samtali við fréttastofu. Meint nauðgun er hluti af einu skrýtnasta fréttamáli í lengri tíma á Íslandi sem hófst með fréttum af tilraun systranna Hlínar og Malínar Brand til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölksyldu hans í síðustu viku. Voru þær handteknar síðastliðinn föstudag og liggur játning um aðild að því máli fyrir. Í kjölfarið á játningu þeirra systra steig maður fram á miðvikudaginn og lagði fram kæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun. Sú fjárkúgun átti sér stað fyrri hluta apríl í kjölfar þess að maðurinn og Hlín fóru saman heim laugardaginn 4. apríl. Fer tvennum sögum af því sem þar fór fram. Systurnar voru yfirheyrðar að kvöldi miðvikudags vegna málsins.Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í fyrrakvöld að lokinni yfirheyrslu vegna síðari fjárkúgunarinnar.vísir/vilhelmFjárkúgun eða sáttargreiðsla? Fyrir liggur að Malín ræddi við manninn. Maðurinn segir þær systur hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema hann reiddi fram 700 þúsund krónur. Malín sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær að maðurinn hafi haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta. Hafi Hlín lagt til upphæðina 700 þúsund krónur. Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða. Ekki hefur náðst samband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undanfarinn sólarhring þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, fyrrum ritstjóri Bleikt.is, lagði í morgun fram kæru á hendur fyrrverandi samstarfsfélaga sínum í fjölmiðlageiranum fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar, í samtali við fréttastofu. Meint nauðgun er hluti af einu skrýtnasta fréttamáli í lengri tíma á Íslandi sem hófst með fréttum af tilraun systranna Hlínar og Malínar Brand til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölksyldu hans í síðustu viku. Voru þær handteknar síðastliðinn föstudag og liggur játning um aðild að því máli fyrir. Í kjölfarið á játningu þeirra systra steig maður fram á miðvikudaginn og lagði fram kæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun. Sú fjárkúgun átti sér stað fyrri hluta apríl í kjölfar þess að maðurinn og Hlín fóru saman heim laugardaginn 4. apríl. Fer tvennum sögum af því sem þar fór fram. Systurnar voru yfirheyrðar að kvöldi miðvikudags vegna málsins.Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í fyrrakvöld að lokinni yfirheyrslu vegna síðari fjárkúgunarinnar.vísir/vilhelmFjárkúgun eða sáttargreiðsla? Fyrir liggur að Malín ræddi við manninn. Maðurinn segir þær systur hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema hann reiddi fram 700 þúsund krónur. Malín sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær að maðurinn hafi haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta. Hafi Hlín lagt til upphæðina 700 þúsund krónur. Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða. Ekki hefur náðst samband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undanfarinn sólarhring þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03