Hver eru réttindi flugfarþega ef til verkfalla kemur? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 11:26 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Ívar Halldórsson, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. Starfsmennirnir hafa boðað til tveggja sólarhringa verkfalls 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Ef til verkfallsins kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á flugsamgöngur og gæti þurft að fresta öllu flugi. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. Ívar segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst. „Í fyrsta lagi er það rétturinn til aðstoðar en það hvenær hann tekur gildi fer eftir því hversu löng flugferðin er í kílómetrum og hversu löng biðin er. Ef flugið er 1500 kílómetrar eða styttri „kikkar“ rétturinn inn ef biðin er tveir tímar eða lengri. Þegar flugið er 1500-3500 kílómetrar kemur rétturinn til skoðunar ef um er að ræða þriggja klukkustunda seinkun og svo er það fjögurra klukkustunda seinkun ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar.“ Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Ef að flugi er svo aflýst hafa farþegar val um að fá flugmiðann endurgreiddan eða að fá breytingu á flugleið á kostnað flugfélagsins. Gildir þá einu hvers vegna fluginu er aflýst. Rætt var við Ívar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Ívar Halldórsson, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. Starfsmennirnir hafa boðað til tveggja sólarhringa verkfalls 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Ef til verkfallsins kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á flugsamgöngur og gæti þurft að fresta öllu flugi. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. Ívar segir flugfarþega hafa ýmis réttindi ef flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst. „Í fyrsta lagi er það rétturinn til aðstoðar en það hvenær hann tekur gildi fer eftir því hversu löng flugferðin er í kílómetrum og hversu löng biðin er. Ef flugið er 1500 kílómetrar eða styttri „kikkar“ rétturinn inn ef biðin er tveir tímar eða lengri. Þegar flugið er 1500-3500 kílómetrar kemur rétturinn til skoðunar ef um er að ræða þriggja klukkustunda seinkun og svo er það fjögurra klukkustunda seinkun ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar.“ Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Ef að flugi er svo aflýst hafa farþegar val um að fá flugmiðann endurgreiddan eða að fá breytingu á flugleið á kostnað flugfélagsins. Gildir þá einu hvers vegna fluginu er aflýst. Rætt var við Ívar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Gæti þurft að fresta öllu flugi Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. 6. maí 2015 13:54