Lögregla í Feneyjum lokar íslensku moskunni Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 15:53 Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima, ávarpar gesti moskunnar. Mynd/Snorri Ásmundsson Lögregla í Feneyjum hefur lokað fyrir að aðgang að Fyrstu moskunni í Feneyjum, framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár. Moskan hefur vakið talsverða athygli, sem og gagnrýni, bæði hér heima og erlendis. Verkið, sem er hugarfóstur hins svissnesk-íslenska Christop Buchel, er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Sjá má myndir frá lokuninni hér. Líkt og greint hefur verið frá, barst KÍM bréf frá borgaryfirvöldum stuttu fyrir opnun þar sem fram kom að lögreglan teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ KÍM fékk lögfræðinga til að meta stöðuna en Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að stefnt væri að því að halda moskunni áfram opinni. Að því er ítalskir miðlar greina frá í dag, var moskunni lokað um klukkan eitt. Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa verið kallaðir á vettvang til að koma gestum og aðstandendum sýningarinnar út úr byggingunni. Sjá einnig: Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Svo virðist sem borgarráð Feneyja hafi ákveðið að afturkalla tilskyld leyfi fyrir notkun kirkjunnar fornu. Ítalskir miðlar segja ástæðurnar annars vegar þær að Buchel hafi ekki sagt rétt frá því í hvaða tilgangi kirkjan yrði notuð og hins vegar að sýningin hafi brotið öryggisreglur þegar rúmlega hundrað manns mættu til að biðja í kirkjunni fyrir viku. „Nöturleg skilaboð til heimsins“ KÍM hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem niðurstaða borgaryfirvalda er sögð sorgleg. Aðstandendur sýningarinnar telja borgina hafa frá upphafi sýnt mikla tortryggni í garð framlags Íslands og fremur reynt að leggja steina í götu þess að en greiða fyrir sýningunni. „Síðustu mánuði hefur Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, listamaðurinn og allt sýningarteymið unnið hörðum höndum að því að svara fyrirspurnum frá borgaryfirvöldum Feneyja, en í hvert sinn sem þeim hefur verið svarað hafa komið nýjar fyrirspurnir,“ segir í tilkynningunni. „Aðalágreiningsmál borgaryfirvalda og Kynningarmiðstöðvarinnar hefur falist í því hvort að verkið sé listaverk eða ekki, þrátt fyrir að framlag íslenska skálans sé opinbert framlag Íslands til hinnar 56. alþjóðlegu myndlistarsýningu Feneyjatvíæringsins.“ Í tilkynningunni er það ítrekað að kirkjan sem hýsir sýninguna hafi verið afhelguð og leigð í þeim tilgangi að hýsa þetta verkefni yfir sýningartímann. „Með ákvörðun sinni hafa yfirvöld borgarinnar kosið að hafna þeim möguleika að borgin geti einnig orðið vettvangur umræðu og sátta manna í milli um málefni sem varða miklu fyrir íbúa Feneyja, Íslands og heimsins almennt,“ segir jafnframt. „Það eru nöturleg skilaboð til heimsins að nokkrum dögum eftir að Frans I. páfi, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar, viðurkennir formlega ríki Palestínumanna og opnar þannig fyrir aukna samræðu milli kristinna manna og þeirra sem aðhyllast múhameðstrú, þá skuli yfirvöld í Feneyjum kjósa að loka listrænum vettvangi sem var ætlað að fóstra slíkra samræðu í borginni, en þess í stað kjósa fylgja slóð afneitunar, fordóma og hræðslu.“ Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Lögregla í Feneyjum hefur lokað fyrir að aðgang að Fyrstu moskunni í Feneyjum, framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár. Moskan hefur vakið talsverða athygli, sem og gagnrýni, bæði hér heima og erlendis. Verkið, sem er hugarfóstur hins svissnesk-íslenska Christop Buchel, er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Sjá má myndir frá lokuninni hér. Líkt og greint hefur verið frá, barst KÍM bréf frá borgaryfirvöldum stuttu fyrir opnun þar sem fram kom að lögreglan teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ KÍM fékk lögfræðinga til að meta stöðuna en Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að stefnt væri að því að halda moskunni áfram opinni. Að því er ítalskir miðlar greina frá í dag, var moskunni lokað um klukkan eitt. Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa verið kallaðir á vettvang til að koma gestum og aðstandendum sýningarinnar út úr byggingunni. Sjá einnig: Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Svo virðist sem borgarráð Feneyja hafi ákveðið að afturkalla tilskyld leyfi fyrir notkun kirkjunnar fornu. Ítalskir miðlar segja ástæðurnar annars vegar þær að Buchel hafi ekki sagt rétt frá því í hvaða tilgangi kirkjan yrði notuð og hins vegar að sýningin hafi brotið öryggisreglur þegar rúmlega hundrað manns mættu til að biðja í kirkjunni fyrir viku. „Nöturleg skilaboð til heimsins“ KÍM hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem niðurstaða borgaryfirvalda er sögð sorgleg. Aðstandendur sýningarinnar telja borgina hafa frá upphafi sýnt mikla tortryggni í garð framlags Íslands og fremur reynt að leggja steina í götu þess að en greiða fyrir sýningunni. „Síðustu mánuði hefur Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, listamaðurinn og allt sýningarteymið unnið hörðum höndum að því að svara fyrirspurnum frá borgaryfirvöldum Feneyja, en í hvert sinn sem þeim hefur verið svarað hafa komið nýjar fyrirspurnir,“ segir í tilkynningunni. „Aðalágreiningsmál borgaryfirvalda og Kynningarmiðstöðvarinnar hefur falist í því hvort að verkið sé listaverk eða ekki, þrátt fyrir að framlag íslenska skálans sé opinbert framlag Íslands til hinnar 56. alþjóðlegu myndlistarsýningu Feneyjatvíæringsins.“ Í tilkynningunni er það ítrekað að kirkjan sem hýsir sýninguna hafi verið afhelguð og leigð í þeim tilgangi að hýsa þetta verkefni yfir sýningartímann. „Með ákvörðun sinni hafa yfirvöld borgarinnar kosið að hafna þeim möguleika að borgin geti einnig orðið vettvangur umræðu og sátta manna í milli um málefni sem varða miklu fyrir íbúa Feneyja, Íslands og heimsins almennt,“ segir jafnframt. „Það eru nöturleg skilaboð til heimsins að nokkrum dögum eftir að Frans I. páfi, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar, viðurkennir formlega ríki Palestínumanna og opnar þannig fyrir aukna samræðu milli kristinna manna og þeirra sem aðhyllast múhameðstrú, þá skuli yfirvöld í Feneyjum kjósa að loka listrænum vettvangi sem var ætlað að fóstra slíkra samræðu í borginni, en þess í stað kjósa fylgja slóð afneitunar, fordóma og hræðslu.“
Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54
Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45
Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06
Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00