Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. maí 2015 07:00 Dreifbréfið. Sverrir Agnarsson er staddur úti. vísir Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. Heimamenn hafa verið hvattir til að sniðganga Ísland og íslenskar vörur. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld svari fyrir sig. „Menn eru skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Auglýsingaspjöldum þar sem hvatt er til þess að sniðganga Ísland og íslenskar vörur hefur verið dreift um borgina. Þar er Ísland sagt hafa „lítilsvirt og afhelgað tákn kristni okkar, menningu og sögulegt minni með því að setja upp mosku í kirkjunni Santa Maria della Misericordia.“ Sverrir segir grundvallarmisskilnings gæta varðandi húsnæðið sem hýsir íslenska skálann. Þar hafi verið kirkja en hún hafi verið afhelguð árið 1973 og meðal annars notuð sem vöruskemma. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld bregðist við gagnrýninni, en Sverrir segir íslenska konsúlinn hafa tekið undir þessi röngu sjónarmið. Sverrir segir að verið sé að ráðast á Ísland og íslenska hagsmuni á fölskum forsendum og það verði að leiðrétta. Í dreifimiðanum segir meðal annars: „Svörum lítillækandi, móðgandi og ögrandi gjörðum þjóðar sem virðist enn vera ósiðmenntuð með því að sniðganga vörur þeirra og tilboð varðandi ferðamennsku frá landi þeirra ÍSLANDI! Hættum að kaupa vörur made in Iceland eða eins og í þeirra tilviki fisk og afurðir úr Norðurhafinu.“ Forsvarsmaður mótmælanna er sagður vera Luigi Coró, sem hvetur til þess að andmæli séu send á ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílanó. Sverrir segir að mótmælin séu nú farin að snúast gegn Íslandi og íslenska fánanum, með blekkingum. Við því þurfi að bregðast. Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. Heimamenn hafa verið hvattir til að sniðganga Ísland og íslenskar vörur. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld svari fyrir sig. „Menn eru skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Auglýsingaspjöldum þar sem hvatt er til þess að sniðganga Ísland og íslenskar vörur hefur verið dreift um borgina. Þar er Ísland sagt hafa „lítilsvirt og afhelgað tákn kristni okkar, menningu og sögulegt minni með því að setja upp mosku í kirkjunni Santa Maria della Misericordia.“ Sverrir segir grundvallarmisskilnings gæta varðandi húsnæðið sem hýsir íslenska skálann. Þar hafi verið kirkja en hún hafi verið afhelguð árið 1973 og meðal annars notuð sem vöruskemma. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld bregðist við gagnrýninni, en Sverrir segir íslenska konsúlinn hafa tekið undir þessi röngu sjónarmið. Sverrir segir að verið sé að ráðast á Ísland og íslenska hagsmuni á fölskum forsendum og það verði að leiðrétta. Í dreifimiðanum segir meðal annars: „Svörum lítillækandi, móðgandi og ögrandi gjörðum þjóðar sem virðist enn vera ósiðmenntuð með því að sniðganga vörur þeirra og tilboð varðandi ferðamennsku frá landi þeirra ÍSLANDI! Hættum að kaupa vörur made in Iceland eða eins og í þeirra tilviki fisk og afurðir úr Norðurhafinu.“ Forsvarsmaður mótmælanna er sagður vera Luigi Coró, sem hvetur til þess að andmæli séu send á ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílanó. Sverrir segir að mótmælin séu nú farin að snúast gegn Íslandi og íslenska fánanum, með blekkingum. Við því þurfi að bregðast.
Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54