Bjarni Benediktsson: Efnahagsstaða Íslendinga nú sú sterkasta frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2015 11:23 Fjármálaráðherra segir stöðu í efnahagsmálum standa helst uppúr að kjörtímabili hálfnuðu. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“ Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“
Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07
Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01
Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30
Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34