Bændur vilja að ráðherra grípi til aðgerða vegna verkfalls dýralækna ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2015 17:03 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra. „Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira