Sigurður Ingi ekki hissa á óánægju útgerðarmanna Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 4. maí 2015 21:47 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.” Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.”
Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00