Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2015 17:10 Kristín segir að ástandið sé óviðunandi. vísir/vilhelm/facebook „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira