Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2015 16:18 Vilhjálmur skýtur föstum skotum á Samtök atvinnulífins. vísir/gva/anton brink „Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum. Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum.
Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira