Óæskilegar og afleitar hækkanir að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 19:00 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Formaður Vinstri grænna fordæmir hækkun stjórnarlauna á sama tíma og HB Grandi gefi starfsfólki íspinna fyrir vel unnin störf. Eins og fram hefur komið eru stjórnarlaunin ekkert slor hjá HB Granda. Þau bar á góma á Alþingi í dag en forsætisráðherra hefur sagt að það væri svigrúm til almennra launahækkana. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa gríðarlegar gríðarlegar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxness,“ sagði Katrín. Það væri ástæða til að óttast afleiðingar verkfalla og nauðsynlegt væri að samningar tækjust sem fyrst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir áhyggjur Katrínar af stöðunni á vinnumarkaðnum og gerð kjarasamninga. Það væru sóknarfæri í stöðunni til bættra kjara og því mikilvægt að traust ríkti um að kjarabótum yrði skipt jafnt milli ólíkra hópa í samfélaginu. „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi, því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. En Katrín vildi ásamt formanni Bjartrar framtíðar fá að vita hvort von væri á einhverju útspili að hálfu ríkisstjórnarinnar til að stuðla að gerð kjarasamninga. Forsætisráðherra sagði stjórnvöld reiðubúin til þess ef slíkir samningar fóðruðu ekki verðbólguna. „Ef menn hins vegar sjá fram á að það náist það sem kalla mætti stöðugleikasamninga, þá er ríkisvaldið opið fyrir ýmsum leiðum sem að sjálfsögðu yrðu unnar í samráði við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira