Enn mikil samþjöppun á matvörumarkaði Linda Blöndal skrifar 11. mars 2015 19:30 Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar. Samkeppnismál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar.
Samkeppnismál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira