Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2015 12:39 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn í viðtali við Stöð 2 í aðdraganda eldgossins í Holuhrauni í ágústmánuði 2014. Mynd/Stöð 2. „Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember í grein á bloggsíðu sinni, þegar hann útskýrði reiknilíkan um goslok í Holuhrauni. Vísindaráð almannavarna lýsti því yfir í morgun að eldgosinu væri lokið. Spá Haraldur hefur því ræst og gat vart verið nákvæmari. Haraldur setti fyrst fram kenningu sína í bloggi þann 11. október að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Fyrsti útreikningur hans í október gerði ráð fyrir goslokum í mars 2015 en mánuði síðar talaði Haraldur um „goslok í lok febrúar eða byrjun mars“, með þessum fyrirvara: „En það eru margir þættir, sem geta haft áhrif á kvikurennslið þegar dregur úr kraftinum, einkum viðnám í kvikuganginum undir Holuhrauni og fleira. Allir þessir þættir virka í þá átt að goslok yrðu eitthvað fyrr." Hann ítrekaði svo enn spá sína í bloggi þann 18. janúar síðastliðinn og birti línurit sem sýndi að sig Bárðarbungu hafi verið ótrúlega reglulegt frá upphafi. Jafnan sem Haraldur birti með spá sinni um goslok.Kort Haraldur Sigurðsson.„Jafnan sem fylgir línuritinu sýnir að það sé mjög nærri því að vera hrein lína, með R2 = 0,99968. Það gerist ekki betra í náttúrunni.“ Samkvæmt jöfnu Haraldar yrði línan orðin lárétt eftir um 160 daga frá því að mælingar hófust , sem var 12. september 2014. Þá hættir sigið í Bárðarbungu, eða í byrjun marsmánaðar 2015, skrifaði Haraldur. „Þá er líklegt að gosinu ljúki, því að þrýstingur í kvikuþrónni verður kominn í jafnvægi. Bláu punktarnir eru allir af athugunum á siginu, nema síðasti punkturinn við dag 160, sem ég leyfi mér að setja inn sem líkleg goslok í mars,“ sagði Haraldur í janúar. Fjallað var um æviferil Haraldar og Eldfjallasafnið í Stykkishólmi í byrjun febrúar á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Viku síðar fór Haraldur með áhorfendum umhverfis Jökul og sýndi helstu undur í eldgarði Snæfellsness. Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54 Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember í grein á bloggsíðu sinni, þegar hann útskýrði reiknilíkan um goslok í Holuhrauni. Vísindaráð almannavarna lýsti því yfir í morgun að eldgosinu væri lokið. Spá Haraldur hefur því ræst og gat vart verið nákvæmari. Haraldur setti fyrst fram kenningu sína í bloggi þann 11. október að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Fyrsti útreikningur hans í október gerði ráð fyrir goslokum í mars 2015 en mánuði síðar talaði Haraldur um „goslok í lok febrúar eða byrjun mars“, með þessum fyrirvara: „En það eru margir þættir, sem geta haft áhrif á kvikurennslið þegar dregur úr kraftinum, einkum viðnám í kvikuganginum undir Holuhrauni og fleira. Allir þessir þættir virka í þá átt að goslok yrðu eitthvað fyrr." Hann ítrekaði svo enn spá sína í bloggi þann 18. janúar síðastliðinn og birti línurit sem sýndi að sig Bárðarbungu hafi verið ótrúlega reglulegt frá upphafi. Jafnan sem Haraldur birti með spá sinni um goslok.Kort Haraldur Sigurðsson.„Jafnan sem fylgir línuritinu sýnir að það sé mjög nærri því að vera hrein lína, með R2 = 0,99968. Það gerist ekki betra í náttúrunni.“ Samkvæmt jöfnu Haraldar yrði línan orðin lárétt eftir um 160 daga frá því að mælingar hófust , sem var 12. september 2014. Þá hættir sigið í Bárðarbungu, eða í byrjun marsmánaðar 2015, skrifaði Haraldur. „Þá er líklegt að gosinu ljúki, því að þrýstingur í kvikuþrónni verður kominn í jafnvægi. Bláu punktarnir eru allir af athugunum á siginu, nema síðasti punkturinn við dag 160, sem ég leyfi mér að setja inn sem líkleg goslok í mars,“ sagði Haraldur í janúar. Fjallað var um æviferil Haraldar og Eldfjallasafnið í Stykkishólmi í byrjun febrúar á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Viku síðar fór Haraldur með áhorfendum umhverfis Jökul og sýndi helstu undur í eldgarði Snæfellsness.
Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54 Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54
Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32