Með sérleyfi á fjöllin fyrir þyrluskíðaferðir Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2015 19:45 Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18