Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson stórmeistari var í dag útnefndur heiðursborgari Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði við það tækifæri að Friðrik væri hógvær heiðursmaður af gamla skólanum sem átt hefði stóran þátt í að koma Reykjavík á kortið út í hinum stóra heimi. Reykjavíkurborg er mjög spör á heiðursborgaratitilinn. En Friðrik Ólafsson er aðeins sjötti maðurinn til að hljóta þennan titil frá því Reykjavík öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786. Áður höfðu Séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, myndlistarmaðurinn Erró og listakonan Yoko Ono hlotnast þessi heiður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór stuttlega yfir feril Friðriks í Höfða í dag og sagði árangur hans í skáklistinni og tengsl inn í skákheiminn hafa komið Reykjavík á kortið en stórmeistarinn kann líka að slá á létta strengi. Því þegar Dagur sagði í ræðu sinni að hann hefði verið sókndjarfur skákmaður, bætti hinn áttræði skákmaður því við „að hann væri það enn.“ En Friðrik varð áttræður síðast liðinn mánudag en ætlar að tefla með B-liði Íslands á næsta Reykjavíkurskákmóti. Til staðfestingar þess að hann væri nú orðinn heiðursborgari fékk Friðrik heiðursskjal og blómvönd ásamt gjöf frá borginni. En það var einnig tilkynnt við athöfnina að hann hefði verið útnefndur heiðirsfélagi Alþjóða skáksambandsins. Friðrik telfdi níu sinnum við Bobby Fisher, fyrst árið 1958. Hann sagði brosandi að kannski ætti hann ekkert að vera að rifja upp skákir þeirra. En Friðrik vann tvær og tapaði sjö skákum og bætti við að hann hefði verið með svart í öllum ksákunum, sem væri talið verra. En hann er borginni þakklátur fyrir heiðursborgaratitilinn sem bætist við fjölmarga titla hans út skákheiminum. „Þetta er eitthvað sem mér þykir innilgea vænt um og er þakklátur fyrir þennan heiður og ég vona að ég standi undir honum,“ sagði Friðrik Ólafsson í Höfða í dag. Reykjavík Skák Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari var í dag útnefndur heiðursborgari Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði við það tækifæri að Friðrik væri hógvær heiðursmaður af gamla skólanum sem átt hefði stóran þátt í að koma Reykjavík á kortið út í hinum stóra heimi. Reykjavíkurborg er mjög spör á heiðursborgaratitilinn. En Friðrik Ólafsson er aðeins sjötti maðurinn til að hljóta þennan titil frá því Reykjavík öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786. Áður höfðu Séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, myndlistarmaðurinn Erró og listakonan Yoko Ono hlotnast þessi heiður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór stuttlega yfir feril Friðriks í Höfða í dag og sagði árangur hans í skáklistinni og tengsl inn í skákheiminn hafa komið Reykjavík á kortið en stórmeistarinn kann líka að slá á létta strengi. Því þegar Dagur sagði í ræðu sinni að hann hefði verið sókndjarfur skákmaður, bætti hinn áttræði skákmaður því við „að hann væri það enn.“ En Friðrik varð áttræður síðast liðinn mánudag en ætlar að tefla með B-liði Íslands á næsta Reykjavíkurskákmóti. Til staðfestingar þess að hann væri nú orðinn heiðursborgari fékk Friðrik heiðursskjal og blómvönd ásamt gjöf frá borginni. En það var einnig tilkynnt við athöfnina að hann hefði verið útnefndur heiðirsfélagi Alþjóða skáksambandsins. Friðrik telfdi níu sinnum við Bobby Fisher, fyrst árið 1958. Hann sagði brosandi að kannski ætti hann ekkert að vera að rifja upp skákir þeirra. En Friðrik vann tvær og tapaði sjö skákum og bætti við að hann hefði verið með svart í öllum ksákunum, sem væri talið verra. En hann er borginni þakklátur fyrir heiðursborgaratitilinn sem bætist við fjölmarga titla hans út skákheiminum. „Þetta er eitthvað sem mér þykir innilgea vænt um og er þakklátur fyrir þennan heiður og ég vona að ég standi undir honum,“ sagði Friðrik Ólafsson í Höfða í dag.
Reykjavík Skák Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira