Samkomulagi náð á framlengdum fundi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2014 08:00 194 þjóðir tóku þátt í Líma. Hér sést fólk lesa yfir plagg það er síðar var samþykkt. vísir/afp Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunnar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomulagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætlanir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem undirrita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrituð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undirrita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Fundurinn í Líma lengdist um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Indlands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ábyrgðin á hnattrænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skaðann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca-línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu. Loftslagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunnar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomulagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætlanir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem undirrita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrituð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undirrita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Fundurinn í Líma lengdist um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Indlands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ábyrgðin á hnattrænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skaðann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca-línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu.
Loftslagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira