Framhaldsskólinn fyrir alla? Hrönn Baldursdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun