Landspítali þarf meira fé Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 07:15 Páll Matthíasson segir að jákvæða þætti sé að finna í fjárlagafrumvarpinu en spítalinn þurfi meira fé. fréttablaðið/vilhelm Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira